Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Fréttir 19. maí 2015

Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar miðvikudaginn 20. maí n.k. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12. Fyrirlesari er Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Fyrirlesturinn nefnir Andrés Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands.

Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. Álag á viðkvæma staði og ferðaleiðir er víða of mikið og afleiðingin er tímabil stórfelldra skemmda á viðkvæmri náttúru landsins. Það bíða fjölmörg og áríðandi verkefni ef tryggja á framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og efla fagmennsku við slíkar úrbætur. Hve vel eru stjórnvöld, stofnanir og hinir ýmsu hagsmunaaðilar í stakk búin í að vernda gullgæs ferðaþjónustunnar, náttúru Íslands? Hve vel hugum við að þeirri auðlegð sem felst í víðernum og fegurð landsins. Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar sem ferðamál en ekki umhverfismál?

Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann er menntaður í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og sérfræðingur í vistfræði beitilanda og landgræðslu frá ríkisháskólunum í Washington og Colorado í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um útivist og hefur ferðast víða bæði innan lands og utan.

Hægt er að skrá sig á facebook.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...