Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Fréttir 19. maí 2015

Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar miðvikudaginn 20. maí n.k. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12. Fyrirlesari er Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Fyrirlesturinn nefnir Andrés Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands.

Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. Álag á viðkvæma staði og ferðaleiðir er víða of mikið og afleiðingin er tímabil stórfelldra skemmda á viðkvæmri náttúru landsins. Það bíða fjölmörg og áríðandi verkefni ef tryggja á framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og efla fagmennsku við slíkar úrbætur. Hve vel eru stjórnvöld, stofnanir og hinir ýmsu hagsmunaaðilar í stakk búin í að vernda gullgæs ferðaþjónustunnar, náttúru Íslands? Hve vel hugum við að þeirri auðlegð sem felst í víðernum og fegurð landsins. Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar sem ferðamál en ekki umhverfismál?

Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann er menntaður í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og sérfræðingur í vistfræði beitilanda og landgræðslu frá ríkisháskólunum í Washington og Colorado í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um útivist og hefur ferðast víða bæði innan lands og utan.

Hægt er að skrá sig á facebook.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...