Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Einn nýliðanna sem fengu styrki er Linda Björk Viðarsdóttir.
Einn nýliðanna sem fengu styrki er Linda Björk Viðarsdóttir.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 23. nóvember 2017

Stigagjöf vegna nýliðunarstyrkja samkvæmt vinnureglum Búnaðarstofu

Höfundur: smh
Í síðasta Bændablaði var greint frá veitingu nýliðunarstyrkja í landbúnaði sem voru veittir í fyrsta sinn 13. október. Nokkrar umræður sköpuðust meðal bænda á samfélagsmiðlum um forsendur styrkveitinganna, en Matvælastofnun forgangsraðaði umsóknum eftir stigagjöf sem unnið var eftir. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að þrír þættir  hafi verið lagðir til grundvallar stigagjöfinni. 
 
Veitt var úr 130 milljóna króna potti, annars vegar í samræmi við ákvæði um nýliðunarstyrki í landbúnaði í reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði og hins vegar vinnureglur Búnaðarstofu Matvælastofnunar um forgangsröðun umsókna.
 
Áhersluatriði Samtaka ungra bænda
 
Jón Baldur segir að forgangsraðað hafi verið í samræmi við ákvæði fyrrnefndrar reglugerðar með vísun til menntunar, jafnréttissjónarmiða og eignarhlutar í búrekstrinum sem nýliðunarfjárfestingin nær til. Þetta hafi verið þeir þættir sem Samtök ungra bænda lögðu áherslu á að yrðu til grundvallar. „Við útfærðum síðan sérstakar vinnureglur til að meta þessa þætti til stiga, sem við kynntum í Framkvæmdanefnd búvörusamninga og birtum síðan áður en opnað var fyrir umsóknir til að tryggja jafnræði umsækjenda og fullt gegnsæi. Í svarbréfum til allra umsækjenda veittum við síðan upplýsingar um stigagjöfina,“ segir Jón Baldur.   
 
Vinnureglurnar kváðu á um, að sögn Jóns Baldurs, að beitt yrði svokölluðum jákvæðum mismun til að tryggja að jafnréttissjónarmiðið næði fram að ganga. Það þýddi að nú þegar færri konur sóttu um en karlar þá fengu þær fleiri stig. Hann segir að vinnureglurnar um forgangsröðun verði endurmetnar í ljósi reynslunnar og unnið út frá nýrri reglugerð um almennan stuðning við landbúnað sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gæfi út fyrir næsta ár. 
 
Linda Björk Viðarsdóttir ásamt manni sínum, Gunnari Þórðarsyni, á garðyrkjubýlinu Akri í Bláskógarbyggð.
 
Spennandi tímar framundan á Akri
 
Einn nýliðanna sem fengu styrki er Linda Björk Viðarsdóttir á garðyrkjubýlinu Akri í Blá­skógar­byggð. Þar býr hún með manni sínum, Gunnari Þórðarsyni, og tveimur börnum. „Við ræktum grænmeti eftir lífrænum aðferðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Við ræktum undir gleri í upphituðum húsum, erum með þrjú gróðurhús, alls 2.000 fermetra,“ segir Linda um búskapinn.  
 
Foreldrar Gunnars hófu lífræna ræktun á Garðyrkjustöðinni Akri árið 1991. „Gunnar ólst því upp í þessu umhverfi og við keyptum stöðina af þeim. Við höfum undanfarin ár unnið við skrifstofu- og þjónustustörf og fundum það að okkur langaði frekar að eyða tímanum í að byggja eitthvað upp, rækta eigin mat og hafa sveigjanlegri vinnutíma,“ segir Linda um ástæður þess að þau söðluðu um og tóku við Akri.
 
Færanleg gróðurhús
 
Gunnar er menntaður þrívíddar- og hreyfimyndahönnuður frá Norges Kreative Faghøgskole. Einnig hefur hann stundað nám við margmiðlun í Danmörku. Linda er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Universitetet i Stavanger og stundar nú nám við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún er að læra lífræna matjurtaræktun. Linda segir að það skipti miklu máli fyrir þau að fá nýliðunarstyrkinn. „Styrkurinn mun nýtast okkur vel þegar kemur að rekstri, viðhaldi og uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar,“ segir hún.
 
„Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Við erum að vinna í að þróa og byggja færanleg gróðurhús, fikra okkur áfram í aquaponics [sameldi plantna og fiska] og taka á móti fleiri hópum til að sýna almenningi og áhugafólki hvað fer fram í gróðurhúsum okkar,“ bætir Linda við um framtíðarsýnina á Akri.
 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...