Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 9. október 2018

Stefnt að rekstri allt árið hjá Sláturhúsi Vesturlands

Höfundur: smh
Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. 
 
„Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. 
 
Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“
 
Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk
 
Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé.
 
Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. 
 
Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...