Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 9. október 2018

Stefnt að rekstri allt árið hjá Sláturhúsi Vesturlands

Höfundur: smh
Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. 
 
„Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. 
 
Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“
 
Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk
 
Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé.
 
Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. 
 
Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...