Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 9. október 2018

Stefnt að rekstri allt árið hjá Sláturhúsi Vesturlands

Höfundur: smh
Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. 
 
„Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. 
 
Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“
 
Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk
 
Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé.
 
Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. 
 
Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. 
Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Grágæs
20. september 2023

Grágæs