Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 9. október 2018

Stefnt að rekstri allt árið hjá Sláturhúsi Vesturlands

Höfundur: smh
Slátrun hjá Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi hófst í síðustu viku. Nokkrir bændur á Vesturlandi tóku við rekstri sláturhússins fyrir rúmu ári síðan, ráku það í síðustu sláturvertíð til áramóta sem þjónustusláturhús og stefna nú að heilsársrekstri.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er í forsvari fyrir þá fjóra bændur sem ætla að halda starfseminni áfram og segir hann að þeir séu komnir með langtímaleigusamning. 
 
„Við gerum ráð fyrir að byggja þarna upp heilsárs starfsemi, einkum í stórgripaslátrun fyrir hross, nautgripi og svín eftir þörfum. Eingöngu er slátrað í verktöku, að minnsta kosti til að byrja með, en við gerum ráð fyrir að byggja upp einhverja sölustarfsemi sem þjónar þeim bændum sem skipta við sláturhúsið. 
 
Við vonumst til að fleiri bændur komi að rekstrinum og stefnum á að stofna félag utan um hann.“
 
Sláturkostnaður er 5.000 krónur á dilk
 
Sláturkostnaður í haust er, að sögn Þorvaldar, 5.000 krónur á dilk og 6.000 krónur fyrir fullorðið fé.
 
Hægt er að slátra að minnsta kosti 80 dilkum á dag hjá Sláturhúsi Vesturlands, en um 1.400 fjár var slátrað í síðustu sláturtíð frá um 65 bændum. 
 
Bændur þurfa sjálfir að koma með gripina að sláturhúsinu. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...