Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. mars 2023

Stefnt að byggingu björgunarmiðstöðvar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að ráðast í byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.

Verkefnið yrði í samvinnu við björgunarsveitina Dagrenningu og mögulega fleiri aðila. Fundað var með fulltrúum björgunarsveitarinnar nú í janúar þar sem málin voru rædd, meðal annars stærð og skipulag slíkrar byggingar ásamt álitlegum staðsetningum.

„Þetta er spennandi verkefni, sem á eftir að taka á sig mynd á næstu mánuðum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Um síðustu áramót varð sú breyting á að slökkvistjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Leifur Bjarki Björnsson, er kominn í 100% starf, sem var áður skilgreint 30% starf.

„Með því gefst okkur tækifæri til að byggja upp starfið og starfsemina til framtíðar, auka menntun og þjálfun starfsmanna, sinna eldvarnareftirliti og fleira,“ segir Anton Kári.

Skylt efni: Hvolsvöllur

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.