Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. mars 2023

Stefnt að byggingu björgunarmiðstöðvar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að ráðast í byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.

Verkefnið yrði í samvinnu við björgunarsveitina Dagrenningu og mögulega fleiri aðila. Fundað var með fulltrúum björgunarsveitarinnar nú í janúar þar sem málin voru rædd, meðal annars stærð og skipulag slíkrar byggingar ásamt álitlegum staðsetningum.

„Þetta er spennandi verkefni, sem á eftir að taka á sig mynd á næstu mánuðum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Um síðustu áramót varð sú breyting á að slökkvistjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Leifur Bjarki Björnsson, er kominn í 100% starf, sem var áður skilgreint 30% starf.

„Með því gefst okkur tækifæri til að byggja upp starfið og starfsemina til framtíðar, auka menntun og þjálfun starfsmanna, sinna eldvarnareftirliti og fleira,“ segir Anton Kári.

Skylt efni: Hvolsvöllur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...