Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson á Landsmóti 2012
Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson á Landsmóti 2012
Mynd / HHG
Fréttir 19. júní 2014

Stefnir í met í kynbótasýningum

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mikil spenna ríkir fyrir kynbótasýningar á Landsmótinu á Hellu sem hefst um mánaðamótin. Sýningar vorsins fóru fremur rólega af stað en það breyttist heldur betur og gera má ráð fyrir glæsilegum kynbótasýningum á mótinu. Um 80 hross hafa í vor náð 8,50 eða hærra í einkunn fyrir hæfileika og þar af fóru 11 hross yfir 8,80 í einkunn. Þá stefnir í metfjölda í kynbótasýningum á Hellu.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, mun sinna störfum yfirdómara í kynbótadómum á komandi Landsmóti hestamanna. „Það stefnir allt í mjög sterka kynbótasýningu á landsmóti og mjög fjölmenna, líklega verður met slegið í fjölda kynbótahrossa. Alls hafa 281 hross náð lágmarkseinkunn inn á mótið, 101 stóðhestur og 180 hryssur. Auðvitað falla alltaf einhver hross út af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að þeim verður teflt fram í gæðingakeppninni. Það má samt búast við að flest þau hross sem náð hafa lágmarkseinkunn mæti til dóms nú. Mestur fjöldi kynbótahrossa sem hafa komið til dóms á landsmóti var á mótinu á Hellu árið 2004 en þá voru sýnd 244 hross. Ég býst við því að það met verði slegið nú.“

Eyþór segir skýringar á þessari fjölgun geta verið ýmsar, meðal annars hafi nú verið sett lægri lágmörk fyrir klárhross en alhliðahross. „Síðan má nú bara ætla að ræktunin sé að skila árangri og góðum hrossum sé einfaldlega að fjölga.“

Hæst dæmda hrossið eftir kynbótasýningar vorsins er Arion frá Eystra-Fróðholti, 7 vetra gamall klár undan Glettu og Sæ frá Bakkakoti. Arion hlaut 8,91 í aðaleinkunn og 9,25 fyrir hæfileika. Aðeins einn hestur hefur áður hlotið hærri dóm en það er gæðingurinn Spuni frá Vesturkoti sem á sínum tíma hlaut einni kommu hærri aðaleinkunn eða 8,92 og sömu einkunn og Arion fyrir hæfileika.

Daníel með 33 hross

Sýnandi Arions er Daníel Jónsson sem mun hafa í nægu að snúast á mótinu en hann sýnir 33 hross. Þó er ekki útilokað að einhverjar breytingar verði á mótinu sjálfu hvað varðar knapa því auðvitað er mikið lagt á menn að sýna slíkan fjölda.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvaða hestar verða sýndir með afkvæmum á mótinu að sögn Eyþórs. „Nú verður kynbótamatið uppreiknað eftir dóma vorsins og að því loknu verður spennandi að sjá hvaða hestar ná lágmörkum þar og hvernig þeir raðast til fyrstu verðlauna og heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.“

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...