Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, í fjósinu.
Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, í fjósinu.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. nóvember 2018

Stefnir í hörku samkeppni milli afurðahæstu kúabúa landsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það virðist stefna í hörkuslag á röðun nythæstu kúa­búanna í ár samkvæmt tölum Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðar­ins, RML. Þegar skýrslur eiga eftir að skila sér fyrir tvo síðustu mánuði ársins 2018 er Hóll í Svarfaðar­dal, sem var í öðru sæti í fyrra, kominn örlítið upp fyrir Brúsastaði í Vatnsdal sem vermdi fyrsta sætið 2017.  
 
Kúabændur líti yfirleitt ekki á baráttuna við að skila miklum gæðum og góðri nyt sem einhvern slag um hver skori hæst. Samt kitlar það óneitanlega hégómagrind flestra að sjá sitt bú á toppnum án þess að það sláist neitt upp á vinskap manna og samvinnu þegar upp er staðið.  
 
Hóll komst á toppnum í tíunda mánuði ársins
 
Hóll í Svarfaðardal er með meðalnyt upp á 8.738 kg mjólkur eftir tíu mánuði ársins 2018. Í fyrra var búið með næsthæstu meðalnyt allra kúabúa landsins, eða 8.356 kg á hverja kú. Þetta bú hefur verið undir stjórn Karls Inga Atlasonar og Erlu Hrannar Sigurðardóttur síðan 2016 og er nú með 50,3 árskýr. 
 
Hjónin Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttir á Brúsastöðum.  
 
Kúabúið á Brúsastöðum er rekið af hjónunum Sigurði Ólafssyni og Gróu Margréti Lárusdóttur undir fyrirtækjanafninu Brúsi ehf. Árskýr eru 52 og meðalnytin eftir tíu mánuði ársins er 8.677 kg. Á árinu 2017 var meðalnytin 8.937 kg mjólkur. Spennandi verður að vita hvort Brúsastaðir ná því að verma efsta sætið í fjórða sinn yfir landið síðan 2013, því það gerðist líka 2014 og 2017. Þá er líklegt að í ellefta sinn á 13 árum verði þau hjón með nythæsta búið í Austur- Húnavatnssýslu.
 
Skiptast á efsta sætinu á milli mánaða
 
Fyrir mánuði síðan var meðalnytin á Brúsastöðum 8.785 kg á hverja kú og hefur því lækkað um 108 kg, en þá var Hóll með meðalnyt upp á 8.700 kg og hefur hækkað um 38 kg. Það stefnir því í afar skemmtilegan slag um fyrsta sætið í ár. 
 
Líka spenna um þriðja sætið
 
Í þriðja sæti eftir 10 mánuði ársins eru Skáldabúðir á Suðurlandi sem rekið er undir hlutafélaganafninu Gunnbjörn ehf., sem er í eigu Arnar Bjarna Eiríkssonar og fjölskyldu í Gunnbjarnarholti. Þetta bú er með 59,8 árskýr og er meðalnytin sem stendur 8.457 kg en var 8.568 kg í september. 
 
Skáldabúðir gæti tryggt sér þriðja sætið af Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sem var í því sæti í fyrra. Gautsstaðir eru nú í þrettánda sæti en gætu hugsanlega náð inn á topp tíu-listann í ár. Það er þó ekkert öruggt hjá Skáldabúðum með þriðja sætið, því fast á hæla þeirra kemur Hvanneyrarbúið með 8.347 kg að meðaltali á 72,2 árskýr.  Það er því engu minni spenna um þriðja sætið en fyrstu tvö. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi