Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bás Lambhaga á Landbúnaðarsýningunni 2018. Á myndinni má meðal annarra sjá Hafberg Þórisson, garðyrkjumann. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Hauði Helgu Stefánsdóttir.
Bás Lambhaga á Landbúnaðarsýningunni 2018. Á myndinni má meðal annarra sjá Hafberg Þórisson, garðyrkjumann. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Hauði Helgu Stefánsdóttir.
Mynd / HKr
Fréttir 14. mars 2022

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirbúningur sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2022, sem stefnt er að í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi, gengur vel.

Ólafur M. Jóhannesson sýning­ar­haldari segir að mikill kraftur sé í undirbúningi fyrir land­bún­aðarsýninguna í Laugar­dals­höllinni í haust. Hann segir að til hafi staðið að halda land­búnaðarsýningu í Laugardals­höllinni síðastliðið haust en vegna Covid hafi þurft að fresta henni.

Samvinna við BÍ

Að sögn Ólafs er sýningin Íslensk­ur landbúnaður 2022 haldin í samvinnu við Bænda­samtök Íslands en sýningin er með sama sniði og sýningin sem var haldin árið 2018 og þótti takast einstaklega vel, að sögn Ólafs. „Markmið sýning­arinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hrein­leika íslenskrar matvælaframleiðslu.

Sýn­ingin verður jafnframt öfl­ugur kynningar­vettvangur þjónustu­fyrirtækja í landbúnaði og geta bændur og aðrir gestir kynnt sér á sýningunni það nýjasta í tækjum og hvers kyns rekstrarvörum fyrir landbúnað og annað sem þjónustufyrirtæki hafa að bjóða fyrir atvinnugreinina. Þá verða landbúnaðarafurðir kynntar á kynningarbásum. Ört vaxandi ferðaþjónusta í sveitum landsins og þjónusta við þá uppbyggingu mun einnig verða áberandi á sýningunni. Einnig verður metnaðarfull fyrirlestradagskrá í fyrirlestrarsal.“

Tímarit Bændablaðsins

Bændablaðið mun í tengslum við sýninguna gefa út Tímarit Bænda­blaðsins sem jafnframt verður sýningarskrá. Í tímaritinu verður að finna greinar um íslenskan landbúnað og kynningar ýmissa sýningaraðila.

Mikill áhugi

„Við finnum fyrir miklum áhuga hjá bændum og líka víðar að enda kominn tími til að menn hittist á fagsýningu. Mikil eftirvænting er hjá sýnendum að hitta viðskiptavini, bæði nýja og svo gamla og gróna viðskiptavini. Þá er Laugardalshöllin eina sér­hannaða sýningarhöllin á Ís­landi og einstaklega vel staðsett. Því til viðbótar ákváðum við að hækka ekki básaverðið frá síðustu sýningu 2018 til að koma til móts við fyrirtækin í Covid og kunna sýnendur vel að meta slíkt framtak

Landbúnaðarsýningin 2018 sló öll aðsóknarmet í Laugar­dals­höllinni. Undirbún­ingur fyrir næstu sýningu gengur vel og fjöldi fyrirtækja hefur þegar tryggt sér bás og fleiri hafa sýnt áhuga á að vera með. Það er ljóst að það stefnir í glæsilega landbúnaðar­sýningu í haust,“ segir Ólafur.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...