Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðandi bændur á Mýrum í Álftaveri, Pálína Pálsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason,  í grunninum að nýja íbúðarhúsinu sem þau eru að byggja á jörð foreldra Pálínu.
Verðandi bændur á Mýrum í Álftaveri, Pálína Pálsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason, í grunninum að nýja íbúðarhúsinu sem þau eru að byggja á jörð foreldra Pálínu.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 9. nóvember 2015

Stefna á að taka við fjárbúskapnum og fara einnig út í nautgriparækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Endurnýjun í sveitum er greinilega ekki búið spil og víða um land má sjá ungt bjartsýnt fólk vera að hasla sér völl í búskap. Sú er einnig að verða raunin á Mýrum í Álftaveri. 
 
Þar eru Pálína Pálsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason að byggja sér nýtt íbúðarhús á jörð foreldra Pálínu, Páls Eggertssonar og  Margrétar Harðardóttur.
 
„Við vinnum bæði utan búsins. Annars er ég þó fyrst og fremst í námi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þá er ég í hlutastarfi á Systrakaffi á Klaustri og maðurinn minn er sjálfstætt starfandi húsasmíðameistari. Síðan er ætlun okkar að koma inn í búskapinn smátt og smátt,“ segir Pálína. 
 
Töluverð endurnýjun í sveitinni
 
Hún segir að töluverð endurnýjun sé að verða þar í sveit eins og reyndar víðar um land.  
„Við erum mörg hér á svipuðum aldri að byrja í búskap svo þetta er mjög spennandi.“
 
− Nú heyrir maður stundum í umræðunni svartsýnistón og tal um hnignandi byggð í sveitum. Þið eruð samt hvergi bangin að fara út í búskap?
„Ég held að þetta hafi alltaf verið svona. Ég hef enga trú á að búskapurinn lognist alveg út af. Þetta gengur í hringi, fólk eldist og yngra fólk tekur við.  
 
Þetta er draumurinn og leggst því bara vel í okkur. Það er spennandi og frábært að fá svona tækifæri. 
Jörðin er um 2.710 hektarar og hér á Mýrum eru tæplega 450 ær. Svo erum við með um 25 hross. Þá erum við að byrja með nautgripi og erum komin með þrjár holdakvígur. Svo erum við að fikra okkur meira áfram og erum þegar búin að kaupa nokkra kálfa.“
 
Stefna hátt
 
− Eruð þið þá líka að velta fyrir ykkur að fara út í mjólkurframleiðslu? 
„Já, ég held að við stefnum á það,“ segir Pálína. Hún segir að til þess að slíkt verði að veruleika á Mýrum þurfi þó að bæta húsakostinn og byggja fjós. Greinilegt er því að mikill hugur er í unga fólkinu. 
„Við stefnum hátt – kannski verður ekkert úr öllum okkar áformum, en það sakar ekki að reyna,“ segir Pálína Pálsdóttir.

2 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld