Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 30. október 2015

Starfshópur um stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 
 
Skoðaður verði fýsileiki þess að til verði slíkur sjóður og jafnframt verði skoðaður samruni og/eða samþætting á starfsemi og verkefnum Ofanflóðasjóðs annars vegar og Bjargráðasjóðs hins vegar við hinn nýja sjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 
Í frétt á heimasíðu umhverfis­ráðuneytisins segir að með þessum breytingum verði umgjörð og stjórnsýsla um bótamál vegna náttúruhamfara treyst. Er þar horft til hamfara sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og innviði þess. Lögð er áhersla á að ljúka á þessu ári vinnu við mótun og gerð tillagna um bóta- og tjónamál með stofnun nýs heildstæðs sjóðs vegna náttúruhamfara eða samruna þeirra úrræða og sjóða sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi og taka á og koma að bóta- og tjónamálum vegna náttúruhamfara. 
 
Jafnframt verði gerðar tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun slíks hamfarasjóðs með það að markmiði að langtímaáætlun ofanflóðavarna haldist og öll umsýsla varðandi bótamál og tjón verði öflug, skilvirkari og hagkvæmari en nú er, auk þess sem ferlar og reglur verði samræmdar. 
 
Jafnframt var samþykkt að fela fjármála- og efnahagsráðuneytinu að endurskoða lög og regluverk Viðlagatryggingar Íslands með það að markmiði að verðmæti og iðgjöld sem tengd eru opinberum mannvirkjum og almennum húseignum falli sem best undir tryggingavernd. Miðað er við að endurskoðun laganna verði lokið og lögð fram greinargerð um breytingar í ríkisstjórn eigi síðar en 1. mars 2016.

Skylt efni: hamfarir | hamfarasjóður

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...