Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 30. október 2015

Starfshópur um stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 
 
Skoðaður verði fýsileiki þess að til verði slíkur sjóður og jafnframt verði skoðaður samruni og/eða samþætting á starfsemi og verkefnum Ofanflóðasjóðs annars vegar og Bjargráðasjóðs hins vegar við hinn nýja sjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 
Í frétt á heimasíðu umhverfis­ráðuneytisins segir að með þessum breytingum verði umgjörð og stjórnsýsla um bótamál vegna náttúruhamfara treyst. Er þar horft til hamfara sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og innviði þess. Lögð er áhersla á að ljúka á þessu ári vinnu við mótun og gerð tillagna um bóta- og tjónamál með stofnun nýs heildstæðs sjóðs vegna náttúruhamfara eða samruna þeirra úrræða og sjóða sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi og taka á og koma að bóta- og tjónamálum vegna náttúruhamfara. 
 
Jafnframt verði gerðar tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun slíks hamfarasjóðs með það að markmiði að langtímaáætlun ofanflóðavarna haldist og öll umsýsla varðandi bótamál og tjón verði öflug, skilvirkari og hagkvæmari en nú er, auk þess sem ferlar og reglur verði samræmdar. 
 
Jafnframt var samþykkt að fela fjármála- og efnahagsráðuneytinu að endurskoða lög og regluverk Viðlagatryggingar Íslands með það að markmiði að verðmæti og iðgjöld sem tengd eru opinberum mannvirkjum og almennum húseignum falli sem best undir tryggingavernd. Miðað er við að endurskoðun laganna verði lokið og lögð fram greinargerð um breytingar í ríkisstjórn eigi síðar en 1. mars 2016.

Skylt efni: hamfarir | hamfarasjóður

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...