Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Fréttir 15. júní 2022

Stærsta fjárfesting Arla frá upphafi

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Um mánaðamótin maí-júní tók norður-evrópska afurðafélagið Arla Foods í notkun nýja viðbót við afurðastöð sína í Pronsfeld í Þýskalandi.

Um er að ræða langstærstu einstöku fjárfestingu félagsins sem er í eigu kúabænda í sjö löndum í norðurhluta Evrópu. Um var að ræða nýja vinnslustöð sem er sérhæfð í mjólkurduftsframleiðslu en alls nam þessi eina fjárfesting Arla Foods tuttugu og einum milljarði íslenskra króna.

Skýringin á þessari miklu fjárfestingu felst í mikilli eftirspurn eftir næringarríku mjólkurdufti og til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn var ákveðið að stækka afurðastöðina í Pronsfeld. Þar var fyrir gríðarlega stór vinnslustöð sem var þó mest sérhæfð í framleiðslu á geymsluþolinni mjólk og öðrum geymsluþolnum mjólkurvörum og nam afkastageta stöðvarinnar fyrir stækkunina 1,5 milljörðum lítra. Eftir stækkunina mun félagið vinna úr 2,2 milljörðum lítra á ári, eða um 6 milljón lítrum á degi hverjum allt árið um kring.

Alls mun nýja þurrkstöðin, sem m.a. telur 51 metra háan þurrkturn, geta framleitt um 90 þúsund tonn af mjólkurdufti á ári, sem verður
sent út til þeirra 70 markaða sem félagið selur vörur sínar á í dag. Við framleiðsluna í Pronsfeld í heild starfa nú um eitt þúsund manns og nær afurðastöðin í dag yfir um 55 hektara landsvæði. Eftir þessa stækkun er afurðastöðin í Pronsfeld ein sú stærsta í heimi og mun styðja enn frekar við uppbyggingu og vöxt félagsins en reiknað er með að umsvif félagsins muni aukast um 5-7% á þessu ári. Það eru einna helst markaðir félagsins í Mið-Austurlöndum, Vestur-Afríku og Suðaustur-Asíu, sem eru með mesta eftirspurn eftir ódýrum og næringarríkum mjólkurvörum, sem eru að bera upp þennan mikla vöxt félagsins.

Skylt efni: Arla | mjólkurduft

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...