Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Staðan verður auglýst innan skamms.

Vigdís er lögmaður og hóf störf sem framkvæmdastjóri BÍ í febrúar 2021. Tók hún við af Sigurði Eyþórssyni. Hún tilkynnti um starfslokin á Facebook-síðu sinni 8. apríl og kvað starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og hún komið að mörgum krefjandi verkefnum í því, stórum sem smáum.

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ skrifaði Vigdís. Hún sagði almenna umræðu um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hafa stóraukist.

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ skrifaði Vigdís og sagðist skilja stolt við starfið. Bændasamtökin væru orðin að sterku hagsmunaafli sem ynni í þágu bænda. Sem fyrr segir verður staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst á næstunni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...