Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Staðan verður auglýst innan skamms.

Vigdís er lögmaður og hóf störf sem framkvæmdastjóri BÍ í febrúar 2021. Tók hún við af Sigurði Eyþórssyni. Hún tilkynnti um starfslokin á Facebook-síðu sinni 8. apríl og kvað starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og hún komið að mörgum krefjandi verkefnum í því, stórum sem smáum.

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ skrifaði Vigdís. Hún sagði almenna umræðu um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hafa stóraukist.

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ skrifaði Vigdís og sagðist skilja stolt við starfið. Bændasamtökin væru orðin að sterku hagsmunaafli sem ynni í þágu bænda. Sem fyrr segir verður staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst á næstunni.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...