Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
SsangYong Rexton DLX turbo disel.
SsangYong Rexton DLX turbo disel.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 18. febrúar 2015

Ssang Yong Rexton alvörujeppi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir jól þegar ég prófaði Opel Meriva bílinn sá ég jeppa sem mér leist vel á og vildi prófa sem stóð í sýningarsalnum í Bílabúð Benna.
 
Ég fékk jeppann lánaðan um helgi fyrir skemmstu og varð ekki fyrir vonbrigðum.
 
Vinnur vel og vél hljóðlát
 
Til að ég kalli jeppa jeppa þarf hann að vera byggður á grind, hátt og lágt drif á hásingu a.m.k. að aftan (helst framhásingu líka). 
 
Rexton DLX er með 2,0 dísilvél sem á að skila 155 hestöflum. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 7,8 lítrar á hundraðið. Sjálfskiptingin er eins og í sumum Benz bílum og er hægt að stilla hana á sumar og vetrarstillingu. 
 
Munurinn er að á vetrar­stillingunni leggur bíllinn af stað í öðrum gír (fer mjúklega af stað og minni hætta á spóli). Það eina sem ég var ekki sáttur við var að prufubíllinn sem ég ók var komin á 17 tommu felgur  í stað 16 og á yfirstærð af dekkjum (265/70/17 í stað 235/70/16 sem bíllinn kemur á). 
 
Ég er alfarið á móti að stækka felgur og lækka hæð dekkja yfir vetrarmánuðina, en með yfirstærð dekkja var þessi bíll með sömu belghæð dekkjanna og á að vera undir honum. 
 
Við íslenskar aðstæður sem eru á veturna þarf belgmikla hjólbarða í klaka og snjó og þegar snjórinn og klakinn eru farin verður eftir holótt malbik með hvössum brúnum sem heggur auðveldlega í sundur hjólbarða með lágan „prófíl“, þess vegna er ég alfarið á móti að stækka felgur (vil frekar minnka felgur og hækka belghæð dekkja sem nemur felgustærðarmun til að fá betri fjöðrun út úr dekkjum við vondar íslenskar vetraraðstæður).
 
Sæti góð og útsýni
 
Rexton er skráður sjö manna. Öftustu tvö sætin eru að öllu jöfnu lögð niður en eru samt ágæt sæti, en ekki grjótharðar sessur og bak eins og í sumum bílum. Að keyra bílinn er mjög gott, manni líður vel í sætunum, en þau er hægt að stilla vel að þörfum hvers og eins. Í aftursætunum eru sætishitarar sem ekki er í mörgum bílum (er að aukast). Útsýni er mjög gott til allra átta og mjög lítið sem póstar trufla mann við akstur. Að bakka bílnum eftir hliðarspeglunum er mjög gott þar sem þeir eru einstaklega stórir og vel staðsettir. Það eina sem ég saknaði við akstur bílsins var aksturstölva til að fylgjast með eyðslunni, sjá hvað hitastigið er úti og fleira sem er í mörgum bílum.
 
Góð dráttargeta
 
Rexton er með varadekk sem eingöngu er ætlað til að bjarga sér á næsta hjólbarðaverkstæði, en þó nokkuð er um að jeppar séu varadekkslausir með einungis tappasett og pumpu til að bjarga sér (ekki hentugt fyrir íslenskar aðstæður). Dráttargeta bílsins er 2.600 kg. Verðið á bílnum kom mér mest á óvart, en Rexton er fáanlegur á verði frá 6.890.000 sem er töluvert undir verði sambærilegra jeppa. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um SsangYong Rexton á vefslóðinni www.benni.is. Mitt mat er að þarna er á ferðinni mjög góður jeppi á frábæru verði.
 
Helstu mál og upplýsingar
 
Verð 3.990.000
Vél 1,4 l bensín - 140 hestöfl
Hæð 1.615 mm
Breidd 1.912 mm
Lengd 4.300 mm

 

3 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...