Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016
Fréttir 23. maí 2018

SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrír fóðursalar hafa tilkynnt um verðhækkun á kjarnfóðri í maímánuði en það eru Lífland, Fóðurblandan og Bústólpi. Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að verðhækkunin í hverju tilviki sé um 2% og kemur fram í tilkynningum frá Líflandi og Bústólpa að hækkunin sé í báðum tilvikum tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og öðrum hráefnum.

Landssamband kúabænda vekur athygli á því að Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016 þegar nokkrar verðlækkanir höfðu átt sér stað hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði.

Verðskrá kjarnfóðurs á naut.is hefur verið uppfærð til samræmis þeim verðhækkunum sem hafa átt sér stað. Gildandi verðskrá kjarnfóðursalanna.

Einnig er vakin athygli bænda á því að fyrirtækin veita mismunandi mikla afslætti

við kaupin, bæði ólíka magnafslætti og staðgreiðsluafslætti.

Skylt efni: Naut.is | Kjarnfóður | Verð

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...