Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016
Fréttir 23. maí 2018

SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrír fóðursalar hafa tilkynnt um verðhækkun á kjarnfóðri í maímánuði en það eru Lífland, Fóðurblandan og Bústólpi. Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að verðhækkunin í hverju tilviki sé um 2% og kemur fram í tilkynningum frá Líflandi og Bústólpa að hækkunin sé í báðum tilvikum tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og öðrum hráefnum.

Landssamband kúabænda vekur athygli á því að Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016 þegar nokkrar verðlækkanir höfðu átt sér stað hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði.

Verðskrá kjarnfóðurs á naut.is hefur verið uppfærð til samræmis þeim verðhækkunum sem hafa átt sér stað. Gildandi verðskrá kjarnfóðursalanna.

Einnig er vakin athygli bænda á því að fyrirtækin veita mismunandi mikla afslætti

við kaupin, bæði ólíka magnafslætti og staðgreiðsluafslætti.

Skylt efni: Naut.is | Kjarnfóður | Verð

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...