Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016
Fréttir 23. maí 2018

SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrír fóðursalar hafa tilkynnt um verðhækkun á kjarnfóðri í maímánuði en það eru Lífland, Fóðurblandan og Bústólpi. Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að verðhækkunin í hverju tilviki sé um 2% og kemur fram í tilkynningum frá Líflandi og Bústólpa að hækkunin sé í báðum tilvikum tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og öðrum hráefnum.

Landssamband kúabænda vekur athygli á því að Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016 þegar nokkrar verðlækkanir höfðu átt sér stað hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði.

Verðskrá kjarnfóðurs á naut.is hefur verið uppfærð til samræmis þeim verðhækkunum sem hafa átt sér stað. Gildandi verðskrá kjarnfóðursalanna.

Einnig er vakin athygli bænda á því að fyrirtækin veita mismunandi mikla afslætti

við kaupin, bæði ólíka magnafslætti og staðgreiðsluafslætti.

Skylt efni: Naut.is | Kjarnfóður | Verð

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...