Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016
Fréttir 23. maí 2018

SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrír fóðursalar hafa tilkynnt um verðhækkun á kjarnfóðri í maímánuði en það eru Lífland, Fóðurblandan og Bústólpi. Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að verðhækkunin í hverju tilviki sé um 2% og kemur fram í tilkynningum frá Líflandi og Bústólpa að hækkunin sé í báðum tilvikum tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og öðrum hráefnum.

Landssamband kúabænda vekur athygli á því að Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016 þegar nokkrar verðlækkanir höfðu átt sér stað hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði.

Verðskrá kjarnfóðurs á naut.is hefur verið uppfærð til samræmis þeim verðhækkunum sem hafa átt sér stað. Gildandi verðskrá kjarnfóðursalanna.

Einnig er vakin athygli bænda á því að fyrirtækin veita mismunandi mikla afslætti

við kaupin, bæði ólíka magnafslætti og staðgreiðsluafslætti.

Skylt efni: Naut.is | Kjarnfóður | Verð

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...