SS hækkar verð á nautakjöti um 2,5%
Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði verð á nautakjöti frá og með 25. ágúst 2025.
Hækkunin er jöfn, 2,5% (2,4–2,6%) á alla flokka, ungneyti (UN), ungar kýr, kýr, naut, alikálfa og ungkálfa. Þrjár undantekningar eru á hækkuninni, ungar kýr KU undir 200 kg í P flokk hækka um 10,7%, ungar kýr undir 200 kg í P+ flokk hækka um 3,9% og ungar kýr undir 200 kg í O- flokka hækka um 5,2%.
