Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Fréttir 20. júní 2018

Spuni frá Vesturkoti hlýtur Sleipnisbikarinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Við uppfærslu á alþjóðlegu kynbótamati fyrir íslensk hross sem gerð var í byrjun vikunnar varð ljóst hvaða stóðhestar hafa kost á að að hljóta afkvæmaverðlaun á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í sumar. Fjórir hestar hafa lágmörk til heiðursverðlauna en tólf hestar til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. 
 
Spuni frá Vesturkoti stendur efstur afkvæmahesta til að fá heiðursverðlaun en hann er með 129 stig í kynbótamati og mun því hljóta Sleipnisbikarinn. Auk hans eru Kiljan frá Steinnesi (125 stig), Ómur frá Kvistum (122 stig) og Aðall frá Nýja-Bæ (121 stig) með lágmörk til heiðursverðlauna.
 
Tólf stóðhestar geta hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi samkvæmt uppfærslu kynbótamatsins. Þar stendur efstur Skýr frá Skálakoti með 128 stig. 
 
Auk hans uppfylla Arion frá Eystra-Fróðholti (126 stig), Óskasteinn frá Íbishóli (125 stig),  Hákon frá Ragnheiðarstöðum (124 stig), Eldur frá Torfunesi (124 stig), Trymbill frá Stóra-Ási (124 stig), Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (123 stig), Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (122 stig), Hrannar frá Flugumýri II (122 stig), Sjóður frá Kirkjubæ (121 stig), Blær frá Hesti (119 stig) og Stormur frá Herríðarhóli (118 stig) lágmörkin.
 
Skýr frá Skálakoti og Arion frá Eystra-Fróðholti öttu kappi í úrslitum A-flokks á Landsmótinu árið 2016 en lutu þá í lægra haldi fyrir Hrannari frá Flugumýri II sem sigraði greinina. Í sumar munu þeir allir hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, en hin rauðblesótti Skýr fær Eyfirðingsbikarinn þar sem hann stendur með flest stig í kynbótamati.
 
Allar nánari tölfræði-upplýsingar um afkvæmahestanna má nú nálgast á WorldFeng en þar er m.a. hægt að fletta upp á meðaleinkunnum afkvæmanna og kynbótamati hestanna fyrir alla eiginleika. 
 
Athygli vekur að flestallir afkvæmahestarnir hafa sýnt vasklega framgöngu í ýmsum keppnisgreinum á undanförnum misserum en nokkrir þeirra munu vera skráðir til leiks á Landsmót í sumar.
MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...