Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Miðað við þau gögn sem hópurinn hafði til að vinna úr bendir allt til þess að staða sauðfjárræktar og nautakjötsframleiðslu sé verst.
Miðað við þau gögn sem hópurinn hafði til að vinna úr bendir allt til þess að staða sauðfjárræktar og nautakjötsframleiðslu sé verst.
Mynd / ghp
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær í morgun lagðar fyrir ríkisstjórn að er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Skýrsluna má nálgast hér.

„Ljóst er að bregðast þarf við þeim aðstæðum sem uppi eru vegna verðhækkana á helstu aðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sú þróun hefur haft og mun hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru getur því dregist saman á næstunni með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi.

Skýrslan fjallar um áhrif verðhækkana á ólíkar búgreinar, viðnámsþrótt þeirra, þróun á markaði það sem af er ári og líkleg áhrif þess ef stjórnvöld aðhafast ekkert. Miðað við þau gögn sem hópurinn hafði til að vinna úr bendir allt til þess að staða sauðfjárræktar og nautakjötsframleiðslu sé verst.

Þessi vandi er alþjóðlegur og ekki bundinn við Ísland. Því hafa fleiri lönd stutt við matvælaframleiðslu, þ.m.t. flest þeirra landa sem við berum okkur saman við. Í vinnu spretthópsins var farið yfir viðbrögð annarra ríkja við þróuninni sem og aðgerðir stjórnvalda í upphafi árs og framtíðarhorfur greinarinnar hér á landi. Tillögur eru lagðar fram að aðgerðum til stuðnings bænda sem hafa orðið fyrir mestri kostnaðarhækkun að undanförnu. Þær eru í formi beinna styrkja og umbóta sem yrðu til þess fallnar að styðja við bændur tímabundið en jafnframt er horft til þess að auka viðnámsþrótt greinarinnar og tryggja eftir föngum fæðuöryggi þjóðarinnar.

Með fyrirvara um þá óvissu sem ríkir um þróun næstu mánaða má ætla að rekstrarkostnaður landbúnaðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúlluplasti. Þar af hækkar áburður um 3.000 milljónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljónir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekjum á þessu ári. Eftir stendur kostnaðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostnaðarliðir verulega milli ára. Þessar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mikið og dregið úr framleiðsluvilja.

Í tillögum hópsins er lagt til að ríkið komi til móts við þessar verðhækkanir með 2.460 milljóna króna stuðningi á árinu 2022. Ætla má að greinin sjálf, afurðafyrirtæki, verslunin og neytendur eigi eftir að takast á við kostnaðarauka af svipaðri stærðargráðu.

Tillögur spretthópsins eru í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjórum þeirra er lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, samtals 2.460 milljónir króna. Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlaðar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%.

Jafnframt er lagt til að kjötafurðafyrirtækjum verði veitt tímabundin heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakthópi um fæðuöryggi.

Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, eflingu grænmetisframleiðslu, kornræktar, jarðræktarrannsókna, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi landsins.

Formaður hópsins var Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi ráðherra, en auk hans sátu í hópnum Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Starfsmaður hópsins var Sigurður Eyþórsson sérfræðingur matvælaráðuneytisins."

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...