Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Mynd / Framsýn
Fréttir 27. mars 2019

Sprenging í skipakomum til Húsavíkur sem flestar tengjast PCC á Bakka

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sprenging hefur orðið í komum flutningaskipa til Húsavíkur, en árið 2013 komu þrjú slík skip í Húsavíkurhöfn, í fyrra voru þau 64. Samkvæmt upplýsingum frá Húsavíkurhöfn er reiknað með frekari aukningu á þessu ári, eða um 80 flutningaskipum. Flestar komur flutningaskipa tengjast starfsemi PCC á Bakka.
 
Ljóst er að verksmiðja PCC á Bakka hefur haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu, ekki síst þar sem ferðaþjónustan hefur verið að gefa aðeins eftir segir í umfjöllun á heimasíðu Framsýnar á Húsavík. Þar kemur fram að 140 manns starfi á Bakka auk þess sem fjöldinn allur af afleiddum störfum hafi skapast á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
 
Yfir sama tímabil hefur komum skemmtiferðaskipa einnig fjölgað. Árið 2013 komu 6 skemmtiferðaskip til Húsavíkur en árið 2018 kom 41 skemmtiferðaskip en heldur dregur úr á þessu ári, búist er við að skemmtiferðaskipin verði um 30 talsins í ár.  Á árinu 2020 er spáð að skemmtiferðaskipum muni fjölga og þegar hafa 33 skip boðað komu sína, m.a. stærri skip en áður hafa komið til Húsavíkur. Eitt þeirra er 231 metri að lengd og um 45.000 brúttótonn. 
 
Ekki er talið ólíklegt að opnun Dettifossvegar með bundnu slitlagi eigi eftir að fjölga skipakomum til Húsavíkur enn frekar enda opnast þá einn fallegasti hringur landsins hvað náttúrufegurð varðar „og þá skemmir ekki fyrir að fallegasta fólkið á Íslandi býr í Þingeyjarsýslum,“ svo vitnað sé orðrétt í frétt á vef Framsýnar. 

Skylt efni: PCC á Bakka | Húsavík

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...