Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Fréttaskýring 24. nóvember 2017

Spóluhnýðissýking, smitandi veirungar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spóluhnýðissýking sem greinst hefur í tómötum hér á landi stafar af veirungi sem kallast Potato spindle tuber viroid. Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er og samsett úr stuttum hringlaga og einstengdum RNA kjarnasýrum án próteinhjúps.

Potato spindle tuber viroid  er fyrsti veirungurinn sem greindist og eru tómatar og kartöflur náttúrulegir hýslar hans. Veirungar hafa einungis greinst í háplöntum.  Til eru mismunandi afbrigði Potato spindle tuber viroid og allir valda þeir sýkingum í háplöntum og uppskeruminnkun í nytjaplöntum.

Sýkingareinkenni mismunandi Potato spindle tuber viroid eru allt frá því að vera vægar yfir í að vera mjög alvarlegar. Einkenni geta verið misalvarleg eftir umhverfisaðstæðum. Þau aukast við hærra hitastig og eftir því hversu lengi veirungurinn fær að grassera óáreittur.

Almenn einkenni eru að blöðin verða minni, verpast og taka á sig gulan eða fjólubláan lit. Undirvöxtur í kartöflum verður minni og tómatar líka og þeir fá á sig gulleitar skellur.

Spóluhnýðissýking er landlæg víða um heim, í Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjunum og Kanada, Kína, mörgum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og mörgum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það hefur tekist að útrýma sýkingunni á mörgum svæðum.

Sýkingin getur breiðst út með blaðlús en hér á landi er mest hætta á að hún berist út með fjölnotaumbúðum og vörubrettum. 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...