Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Fréttaskýring 24. nóvember 2017

Spóluhnýðissýking, smitandi veirungar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spóluhnýðissýking sem greinst hefur í tómötum hér á landi stafar af veirungi sem kallast Potato spindle tuber viroid. Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er og samsett úr stuttum hringlaga og einstengdum RNA kjarnasýrum án próteinhjúps.

Potato spindle tuber viroid  er fyrsti veirungurinn sem greindist og eru tómatar og kartöflur náttúrulegir hýslar hans. Veirungar hafa einungis greinst í háplöntum.  Til eru mismunandi afbrigði Potato spindle tuber viroid og allir valda þeir sýkingum í háplöntum og uppskeruminnkun í nytjaplöntum.

Sýkingareinkenni mismunandi Potato spindle tuber viroid eru allt frá því að vera vægar yfir í að vera mjög alvarlegar. Einkenni geta verið misalvarleg eftir umhverfisaðstæðum. Þau aukast við hærra hitastig og eftir því hversu lengi veirungurinn fær að grassera óáreittur.

Almenn einkenni eru að blöðin verða minni, verpast og taka á sig gulan eða fjólubláan lit. Undirvöxtur í kartöflum verður minni og tómatar líka og þeir fá á sig gulleitar skellur.

Spóluhnýðissýking er landlæg víða um heim, í Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjunum og Kanada, Kína, mörgum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og mörgum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það hefur tekist að útrýma sýkingunni á mörgum svæðum.

Sýkingin getur breiðst út með blaðlús en hér á landi er mest hætta á að hún berist út með fjölnotaumbúðum og vörubrettum. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...