Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Guðmundur H. Davíðsson er viðmælandi í fyrsta þættinum af „Spjallað við bændur“ sem birtir eru á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Fréttir 15. nóvember 2016

Spjallað við bændur á bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Stuttir viðtalsþættir undir heitinu „Spjallað við bændur“ eru að hefja göngu sína á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is. Í þáttunum er tekið hús á bændum og rætt við þá um búskapinn, hvað er efst á baugi á búinu, tæknilausnir, bústofninn og ræktunina, húsakost, vinnuaðferðir og fleira. Í fyrsta þættinum er farið í heimsókn í Miðdal í Kjós og spjallað við Guðmund H. Davíðsson bónda.

Þættirnir eru gerðir af Þorsteini Roy Jóhannssyni og Herði Þórhallssyni. Saman reka þeir framleiðslufyrirtækið Beit sem m.a. hefur framleitt vefefni fyrir fotbolti.net og fleiri vefmiðla. Einkennislag þáttarins er gamall polki, sá sami og notaður var um árabil hjá Ríkisútvarpinu í þáttunum „Spjallað við bændur“ á Rás 1. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna sjálfsagt laglínuna sem er býsna grípandi. Flutningur polkans er í höndum hljómsveitarinnar Rússíbana.

Stefnt er að því að birta tvo þætti í mánuði á bbl.is en þeim verður að auki dreift á Facebook-síðu Bændablaðsins. Auglýsendum býðst að kaupa auglýsingar í upphafi og við lok hvers þáttar.

Sjá fyrsta þátt Spjallað við bændur.

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...