Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu.
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. mars 2015

Spennandi kryddblöndur á kjöt og fisk

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er hægt að nota kryddblöndur á ýmsan mat, bæði fisk og kjöt. Við förum í sælkeraferðalag til suðurríkja Bandaríkjanna þar sem kryddblöndurnar ráða ríkjum, hitum pönnuna eða grillið og njótum íslenska hráefnisins.  
 
En við byrjum á kjarngóðum morgunverði sem hægt er að eiga í frystikistunni þegar tíminn er naumur á morgnana. 
 
Eggjamuffins
Skemmtilegur og auðveldur morgnuverður sem auðvelt er að borða á hlaupum, áður en farið er í fjós eða til annarra morgunverka. Það er óhætt að frysta bollakökurnar og stinga í örbylgjuofn þegar á að borða.
 • 2–5 egg. Má nota minna af eggja- rauðum og fleiri eggjahvítur ef vill.
 • Ögn af ferskmöluðum pipar (val frjálst)
 • 1–2 bitar af osti að eigin vali
 • Laukbiti
 • Hakkað grænmeti eins og spergilkál, paprika, smjörsteiktur kúrbítur eða sveppir.
 • Skinka eða aðrir litlir kjötbitar
 
Aðferð
Hitið ofninn í 150 °C. Smyrjið formin með ögn af smjöri eða ólífuolíu.
 
Í botn muffinsformsins er bætt kjöti eða grænmeti. Ostur fer með og fínsaxaður laukurinn. Muffinsbollinn má ekki vera nema 2/3 fullur, með nóg pláss til að hella hrærðu egginu í.
 
Brjótið egg í skál kryddið með pipar (ef þú notar) og sláið vel saman. Hellið eggi í hvert muffinsform þar til það er 3/4 fullt. Bakið í 25–35 mínútur þar til bollakökurnar hafa hækkað og eru örlítið brúnar og stífar viðkomu.
 
Eggjamuffins geymist í  meira en viku í kæli. Hægt að setja í örbylgjuofn í um 45 sekúndur til að hita upp og borða á hlaupum.
 
Framreitt með steiktu beikoni eða skinku.
 
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu
 • 4 stk. x 200 g hvít fiskflök, (u.þ.b. 2 cm þykk) roð eða roðlaus, skorin í bita og beinhreinsuð
 • 1 sítróna
 
Fyrir nudd-kryddblöndu (rub):
 • 4 greinar af ferskum tímían
 • 4 greinar af ferskum oregano, má nota þurrkuð krydd
 • 2 hvítlauksgeirar, skrældir
 • 2  tsk. af reyktu paprikudufti
 • 1 tsk. cayenne pipar
 • 1 tsk. salt
 • 1 stig teskeið af svörtum pipar
 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • 1 sítróna
 
Í grundvallaratriðum er það djarft að nudda sterku kryddi á bragðlítinn fisk og kjöt. Kryddið jafnvel hálfbrennur, þegar það eldast, þökk sé paprikunni og hvítlauknum. En kryddin mildast og verða skemmtilega bragðgóð með smá tilfæringum.
 
Til að gera nudd-blönduna (rub): Merjið ferskar kryddjurtir og hvítlauk í morteli eða í matvinnsluvél. Blandið í kryddi, salti, pipar og ólífuolíu. Kreistið út í safa af hálfri sítrónu og gætið þess að hræra vel.
Notið fingurna og smyrjið nudd-kryddblöndunni á báðar hliðar fisksins. Setið pönnu yfir á miðlungsháan hita og látið hitna vel. Setjið fiskinn á heita pönnuna og steikið í 3 til 4 mínútur. Lækkið hitann og snúið fisknum við. Eldið í aðrar 2 til 3 mínútur á hinni hliðinni.
 
Skerið hinn sítrónuhelminginn í báta til að kreista yfir. Framreiðið með fallegu salati og soðnum kartöflum. Grænmeti má velta upp úr ólífuolíu og bæta í ristaðri papriku. Þarna kemur íslenska sætpaprikan sterk inn.
 
Nudduð steik með avokadó og spergilkáli
 • 4 stk. steikur að eigin vali, t.d. ribeye eða sirloin.
 • Steikar-Rub (kryddblanda)
 • 2 msk. reykt paprika
 • 3 matskeiðar broddkúmen (cumin)
 • 1/4 tsk. chili
 • 2 matskeiðar Mexican oregano
 • 1 tsk. ferskmalaður pipar
 • salt að smekk
 • Ólífuolía til penslunar 
 
Aðferð
Blandið öllu þurrkryddi saman í stóra skál. Setjið hverja steik beint í þurrkryddblönduna og gangið úr skugga um að hver hlið sé vel hjúpuð af kryddi. Nuddið kryddið inn í kjötið. Látið steikurnar hvíla í að minnsta kosti 30 mínútur. Penslið hverrja hlið með smá ólífuolíu áður en steikin er sett á heita pönnu eða jafnvel á grillið. 
 
Eldið eftir smekk um 2-4 mínútur á hvorri hlið og látið hvíla fyrir skurð í um 10 mín.
 • Avokadó-salsa
 • 2 avokadó
 • 3 tómatar
 • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
 • 2 matskeiðar sítrónusafi
 • Salt og svartur pipar eftir smekk
 
Aðferð
Blandið öllu hráefni saman. Salsað er gott með ýmsum mat. Ef þið merjið saman við smjör þá er komið frábært kryddsmjör.
 
 • Spergilkálssalat
 • 1 stk. spergilkál (gróft skorið)
 • ½ haus brokkólí
 • 1 epli, saxað
 • Ögn af stökku beikoni eða hnetum 
 • 3 stk. vorlaukur laukur 
 • 3 matskeiðar ólífuolía
 • 2 matskeiðar balsamic edik
 • 1 msk. kryddað brúnt sinnep
 • 1 grein ferskt dill ( eða þurrkað)
 • Svartur pipar eftir smekk
Aðferð
Steikið brokkólí og blómkál, það á að vera hálfhrátt til að halda öllum næringarefnum og fá stökka áferð með kjötinu. Blandið öllu hráefni saman og framreiðið með steikinni eða sem grænmetisrétt.

6 myndir:

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...