Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýsköpunarverkefnið Speni byggir í raun á því að taka venjulegt mjólkursamlag og minnka það niður þannig að það passi í dráttarvagn sem hægt er að ferðast með um sveitir landsins. Hyggst hugmyndasmiðurinn síðan bjóða bændum að framleiða úr þeirra hráefni
Nýsköpunarverkefnið Speni byggir í raun á því að taka venjulegt mjólkursamlag og minnka það niður þannig að það passi í dráttarvagn sem hægt er að ferðast með um sveitir landsins. Hyggst hugmyndasmiðurinn síðan bjóða bændum að framleiða úr þeirra hráefni
Fréttir 26. nóvember 2015

Speni ferðamjólkursamlag að verða að veruleika

Speni er nýsköpunarverkefni og felst í því að ferðamjólkursamlag er útbúið í vagni á hjólum sem síðan fer á milli bænda og framleiðir mjólkurvörur að þeirra óskum. 
 
Margir kannast við verkefnið úr þáttunum Toppstöðin í Ríkissjónvarpinu, þar sem frumkvöðlar hafa keppst um hylli þriggja dómara í þeirri von að hugmynd þeirra fái framgöngu og verði að lokum kosin vinningshugmyndin í símakosningu áhorfenda.
 
Eitt átta verkefna á Toppstöðinni
 
Speni var eitt átta verkefna sem var valið inn í sjónvarpsþættina, en féll úr keppni áður en kom að úrslitum. Halldór Karlsson er frumkvöðullinn í þessu verkefni og er ekki af baki dottinn þótt verkefnið hefði ekki fengið frekari framgöngu í sjónvarpi. 
 
Fjármögnun að ljúka
 
„Ég ákvað að prófa að fara söfnunarleiðina í gegnum Karolina Fund, en líklega setti ég mér markið þar of hátt þannig að sú leið skilaði  ekki árangri hvað söfnun varðar.
 
Ég hef þó ákveðið að halda áfram af fullum krafti og held að mér sé þrátt fyrir allt að takast að loka fjármögnuninni sem er frábært.
 
30 milljóna króna fjárfesting
 
Næstu skref  þar á eftir er þá að setja allt á fulla ferð með að hefja smíði á vagninum og fara út og kaupa tól og tæki sem setja á í vagninn, þannig að ég sé fyrir mér að það verði tilbúið í febrúar næstkomandi, í síðasta lagi, og þar með hægt að hefja vinnslu,“ segir Halldór, sem segir að fjárfestingin sé upp á 30 milljónir króna – til að koma þessu af stað. 
 
„Á næstu tveimur vikum ætti það að liggja ljóst fyrir hvort af þessu verður. Áhuginn er alveg fyrir hendi meðal bænda og ég var búinn að fá vilyrði nokkurra bænda, sem höfðu áhuga á því að nýta sér vagninn þegar hann væri kominn af stað. Þeir eru allir staddir í Eyjafirði, enda ákvað ég að takmarka mig bara við það svæði til að byrja með þar sem vagninn myndi ekki komast yfir meira í bili. En áætlanir mínar gera ráð fyrir að einu ári eftir að starfsemin fer af stað, upp úr áramótunum 2017, geti ég fari að reka einn eða tvo vagna á Suðurlandinu líka.“
 
Verið að brjóta blað
 
„Ég er auðvitað að brjóta blað í þessum efnum; með því að bjóða bændum upp á þennan valkost til að prófa sig áfram. Ef vel tekst til er ekkert því til fyrirstöðu að þeir haldi svo áfram sjálfir á sínum búum og komi sér upp aðstöðu. 
 
En mörg ljón eru í veginum og eitt þeirra er Matvælastofnun, þar sem þetta er öðruvísi og passar ekki alveg inn í regluverkið eins og það er, en ég er þó sannfærður um að við munum í sameiningu finna réttu lausnirnar þannig að allt sé gert rétt og eftir þeim reglum sem við eiga.“
 
Margir áhugasamir
 
„Þeir sem hafa skrifað undir vilyrði hjá mér eru allir áhugasamir um að hefja framleiðslu á ýmsum afurðum; bæði jógurt og skyr ásamt ostaframleiðslu,“ segir Halldór.
 
Er mjólkurtæknifræðingur og búfræðingur að mennt
 
Halldór hefur víðtæka reynslu og góða menntun, sem kemur sér vel í verkefni sem þessu.
„Ég er mjólkurtæknifræðingur og búfræðingur að mennt. Byrjaði hjá Mjólkursamlagi KEA fyrir mörgum árum. Þá hef ég verið í ostagerð í Danmörku hjá Arla og eftir að ég kom heim eftir 12 ár í útlöndum kom ég við hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi í smá tíma, síðan var ég hjá Norðurmjólk sem breyttist svo í Mjólkursamsöluna.“ 
 
Hefur víða komið að uppsetningu mjólkurbúa
 
„Ég var með í því að koma Vesturmjólk af stað og sá um vöruþróun og tækjauppsetningu þar að  hluta. Ég hjálpaði líka við að koma Örnu af stað í Bolungarvík og verið í svipuðum verkefnum í Bretlandi. Þar vann ég verkefni með rússneskri stúlku við að framleiða fyrir hana Kefir, sem er svipað og AB mjólk og þekkt í Austur-Evrópu, og við að taka vinnslu í gegn fyrir gyðinga, mjólkurvörur merktar kosher.“
 
Smækkuð útfærsla af mjólkurbúi
 
Halldór segir að tækjabúnaðurinn í vagninum verði ekki flókinn, í raun væri verkefnið bara að taka venjulegt mjólkursamlag og minnka það niður í þessa stærð.
 
„Öll tól og tæki eru til því menn hafa gert svipað hluti en bara staðbundið á ýmsum stöðum.“
Hann hvetur bændur úti um allt land sem hafa áhuga á að heyra meira og hafa kannski áhuga á að fjárfesta í þessu eða notfæra sér  þjónustu sem þessa, að hafa samband við sig. Hann segir að það eigi líka við þá sem hefðu áhuga á að skoða vinnslu á sauðamjólk eða geitamjólk. Halldór er með netfangið halldor@forever.is.

2 myndir:

Skylt efni: ferðamjólkursamlag

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...