Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“
Mynd / Icelandic lamb
Fréttir 29. apríl 2019

Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“

Höfundur: smh

Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“ til Matvælastofnunar. Það er Handprjónasamband Íslands sem er í forsvari fyrir umsókninni.

Umsóknin var send inn 1. júní á síðasta ári en Matvælastofnun tilkynnti um umsóknina á vef sínum í dag. Sótt er um vernd á afurðarheitinu „Íslensk lopapeysa“ á grundvelli laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok desember 2014, en markmið þeirra er að veita þeim afurðum sem uppfylla kröfur og skilyrði nauðsynlega lagalega vernd – auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að samkvæmt lögunum er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar um hana, sem er fyrir 29. júní 2019. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið mast@mast.is. Umsóknina og afurðarlýsinguna er að finna á vef Matvælastofnunar:

Umsókn og afurðarlýsing

Áður hefur Matvælastofnun samþykkt „Íslenskt lambakjöt“ sem verndað heiti, en það var gert 12. febrúar 2018.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...