Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Gæludýr, eins og hundar og kettir, éta mikið og megnið af fóðri þeirra er kjöt eða kjötafurðir. Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta milljón hundar og átta milljón  kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður. Dýrin éta mikið og þau skila einnig af sér hundruð þúsunda tonna af lífrænum úrgangi sem þarf að farga.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjunum er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Þegar kemur að upprunasvindli er orðspor framleiðenda gæludýra­fóðurs verulega vafasamt. Margsinnis hefur komið í ljós að innihaldslýsingar á umbúðum er nánast skáldskapur. Dósir með gæludýrafóðri sem sagðar eru innihalda lamba-, nauta- eða kengúrukjöt hafa við nánari skoðun innihaldið að stórum hluta innyfli og ösku. Framleiðsla á gæludýrafóðri er einnig sögð góð leið til að losna við skemmt, úldið og því ónothæft kjöt á góðu verði.

Hversu óþægilegt sem það kann að hljóma er sótspor gæludýra stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála. 

Skylt efni: Sótspor | gæludúr | Umhverfismál

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...