Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Gæludýr, eins og hundar og kettir, éta mikið og megnið af fóðri þeirra er kjöt eða kjötafurðir. Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta milljón hundar og átta milljón  kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður. Dýrin éta mikið og þau skila einnig af sér hundruð þúsunda tonna af lífrænum úrgangi sem þarf að farga.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjunum er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Þegar kemur að upprunasvindli er orðspor framleiðenda gæludýra­fóðurs verulega vafasamt. Margsinnis hefur komið í ljós að innihaldslýsingar á umbúðum er nánast skáldskapur. Dósir með gæludýrafóðri sem sagðar eru innihalda lamba-, nauta- eða kengúrukjöt hafa við nánari skoðun innihaldið að stórum hluta innyfli og ösku. Framleiðsla á gæludýrafóðri er einnig sögð góð leið til að losna við skemmt, úldið og því ónothæft kjöt á góðu verði.

Hversu óþægilegt sem það kann að hljóma er sótspor gæludýra stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála. 

Skylt efni: Sótspor | gæludúr | Umhverfismál

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f