Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Gæludýr, eins og hundar og kettir, éta mikið og megnið af fóðri þeirra er kjöt eða kjötafurðir. Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta milljón hundar og átta milljón  kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður. Dýrin éta mikið og þau skila einnig af sér hundruð þúsunda tonna af lífrænum úrgangi sem þarf að farga.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjunum er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Þegar kemur að upprunasvindli er orðspor framleiðenda gæludýra­fóðurs verulega vafasamt. Margsinnis hefur komið í ljós að innihaldslýsingar á umbúðum er nánast skáldskapur. Dósir með gæludýrafóðri sem sagðar eru innihalda lamba-, nauta- eða kengúrukjöt hafa við nánari skoðun innihaldið að stórum hluta innyfli og ösku. Framleiðsla á gæludýrafóðri er einnig sögð góð leið til að losna við skemmt, úldið og því ónothæft kjöt á góðu verði.

Hversu óþægilegt sem það kann að hljóma er sótspor gæludýra stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála. 

Skylt efni: Sótspor | gæludúr | Umhverfismál

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...