Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Lesendarýni 23. mars 2017

SOS – Útflutningsskyldu strax

Höfundur: Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Félagar í Landssamtökum sauðfjárbænda, hvað ætlið þið að gera á komandi LS-þingi? Ætlið þið að hrósa stjórninni fyrir framsýnina? Hún lofaði ykkur 7,5% hækkun á afurðaverði til ársins 2019. Nú stendur verð fyrir sauðfjárafurðir hvergi nærri undir framleiðslukostnaði eða rekstri afurðastöðva og framundan er ekkert nema lækkanir.
 
Ætlið þið að storma á LS-þing til að tileinka ykkur sjálfssefjunartækni framkvæmdastjórans, Svavars Halldórssonar? Eða ætlið þið að þakka honum fyrir að slá ryki í augun á ykkur og að gera lítið úr erfiðleikum ykkar? 
 
Forsendur búvörusamningsins voru brostnar áður en hann tók gildi. Hann virkar ekki og kemur aldrei til með að virka, alveg sama hvað verður reynt. Hins vegar má koma á útflutningsskyldu fyrir haustið. Sú aðgerð mun ekki trufla markaðsstarf innanlands eða í útlöndum. Sú aðgerð kemur í veg fyrir að stuðningur til framleiðslu á kindakjöti fari burt úr landinu. Sú aðgerð gerir bændum mögulegt að hagræða með því að fækka fénu og draga úr framleiðslu. Sú aðgerð getur hugsanlega bjargað afurðastöðvunum fyrir horn, svo að einhvers staðar verði hægt að leggja inn í náinni framtíð. Hún kemur ekki í veg fyrir að við töpum, en hún mun ef til vill bjarga því að við stöndum ekki öll uppi án eigna og atvinnu. 
 
Þegar útflutningsskyldan var tekin af okkur, háttaði svo heppilega til að bankarnir hrundu og gengið féll stórlega. Munið þið eftir því? Þess vegna kom höggið af afnámi útflutningsskyldunnar ekki á okkur undir eins. En við erum að súpa seyðið af því núna. Og menn þykjast ekki skilja þetta samhengi. Það þarf reyndar að gera fleira, sem kostar vinnu, útreikninga og nýja samninga. Og þetta þarf að gera strax.
Ég skora á alla fulltrúa á LS-þingi að hugsa þetta mál. Ég skora á alla fulltrúa á Alþingi að koma landsbyggðinni til bjargar og breyta því sem breyta þarf til að við getum gert nýjan sauðfjársamning.
Hann þarf að vera í einhverju sambandi við raunveruleikann. Ég skora á landbúnaðarráðherra og landbúnaðarráðuneytið að grípa strax til ráðstafana til að afstýra því stórslysi sem sauðfjárræktin er komin í. 
 
Ég og mitt fólk höfum verið fjárbændur frá fimm ára aldri og höfum ekki hugsað okkur að hætta því. Þeir sem halda því fram að við getum lifað árum saman af trúnni á þá og þeirra verk, meðan þeir hinir sömu leika fjárhættuspil með líf okkar og afkomu, ættu að endurskoða breytni sína og siðferðisviðmið.
 
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...