Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Fréttir 13. apríl 2016

Sorp flutt neðanjarðar með sogrörum í flokkunarstöð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í lok síðasta árs var svokallað ruslanet tekið í notkun í nokkrum götum í miðbæ Björgvinjar í Noregi sem er einstakt á heimsvísu.
 
Það samanstendur af fjórum flokkunarstömpum sem staðsettir eru miðsvæðis í hverri götu. Ruslið sem í þá kemur sogast síðan í flokkunarstöð með hjálp loftstraums í rörum sem komið er fyrir neðanjarðar. Með þessu fyrirkomulagi heyra nú ruslatunnur við hvert hús sögunni til ásamt ruslabílum. 
 
Engar ruslatunnur, engir sorpbílar
 
„Með því að ná ruslinu neðanjarðar inn á okkar sorpstöðvar munum við hætta að sjá yfirfylltar sorptunnur úti á götum og hin hvimleiða ruslalykt mun ekki lengur angra fólk á þessum svæðum. 
 
Nýtt fyrirkomulag gefur tækifæri til að flytja allt rusl neðanjarðar í rörum með hjálp af loftstraumi í sérstaka gáma í sorpstöðvum. Gámarnir eru síðan sóttir reglulega af flutningabílum sem koma þeim yfir í efnis- og eða orkuendurvinnslustöðvar,“ útskýrir Tina Skudal, upplýsingafulltrúi sorphirðufyrirtækisins BIR, sem sér um verkefnið. 
 
Umhverfisvæn lausn til framtíðar
 
Fyrsta svæðið í verkefninu var tekið í notkun í lok síðasta árs og hefur gefið góða raun. Ávinningar af nýja kerfinu eru margir, svo sem færri meindýr, minni útblástur frá stórum ruslabílum, minni brunahætta og hreinni svæði. 
 
„Við urðum að hugsa kerfið upp á nýtt í miðbænum í Björgvin þar sem margar götur eru gamlar og þröngar og erfiðar yfirferðar fyrir sorpbíla. Nú teljum við okkur vera komin með umhverfisvæna lausn til framtíðar sem getur einnig nýst á fleiri svæðum. Þetta er margra ára ferli en við höfum grafið rör í jörðu í fleiri, fleiri ár,“ segir Tina og bendir á að sambærileg kerfi, en þó ekki að öllu leyti eins, hafa verið þróuð í borgum eins og Kaupmannahöfn, Gautaborg, Barcelona og Almere í Hollandi. 
 
Um þrjú þúsund viðskiptavinir hafa nú tengst inn á nýja sorphirðukerfið sem fer ört stækkandi og er BIR nú að vinna að því að tengja fleiri hverfi í Björgvin inn á kerfið. Viðskiptavinir fá þar til gerða lykla sem þeir nota í hvert sinn sem þeir kasta rusli í ruslastampana.
 
„Nýja ruslakerfið hefur hjálpað íbúum Björgvinjar við að flokka ruslið sitt og höfum við fengið mjög góða endurgjöf. Grínast hefur verið með það að nú sé opið allan sólarhringinn fyrir íbúa að henda ruslinu sínu. Engar aðrar borgarstjórnir í heiminum hafa tekið ákvörðun um að leggja slíkt kerfi um alla borg hjá sér og þannig lagað er ruslakerfið í Björgvin einstakt á heimsvísu.“

4 myndir:

Skylt efni: sorphirða

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...