Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Fréttir 13. apríl 2016

Sorp flutt neðanjarðar með sogrörum í flokkunarstöð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í lok síðasta árs var svokallað ruslanet tekið í notkun í nokkrum götum í miðbæ Björgvinjar í Noregi sem er einstakt á heimsvísu.
 
Það samanstendur af fjórum flokkunarstömpum sem staðsettir eru miðsvæðis í hverri götu. Ruslið sem í þá kemur sogast síðan í flokkunarstöð með hjálp loftstraums í rörum sem komið er fyrir neðanjarðar. Með þessu fyrirkomulagi heyra nú ruslatunnur við hvert hús sögunni til ásamt ruslabílum. 
 
Engar ruslatunnur, engir sorpbílar
 
„Með því að ná ruslinu neðanjarðar inn á okkar sorpstöðvar munum við hætta að sjá yfirfylltar sorptunnur úti á götum og hin hvimleiða ruslalykt mun ekki lengur angra fólk á þessum svæðum. 
 
Nýtt fyrirkomulag gefur tækifæri til að flytja allt rusl neðanjarðar í rörum með hjálp af loftstraumi í sérstaka gáma í sorpstöðvum. Gámarnir eru síðan sóttir reglulega af flutningabílum sem koma þeim yfir í efnis- og eða orkuendurvinnslustöðvar,“ útskýrir Tina Skudal, upplýsingafulltrúi sorphirðufyrirtækisins BIR, sem sér um verkefnið. 
 
Umhverfisvæn lausn til framtíðar
 
Fyrsta svæðið í verkefninu var tekið í notkun í lok síðasta árs og hefur gefið góða raun. Ávinningar af nýja kerfinu eru margir, svo sem færri meindýr, minni útblástur frá stórum ruslabílum, minni brunahætta og hreinni svæði. 
 
„Við urðum að hugsa kerfið upp á nýtt í miðbænum í Björgvin þar sem margar götur eru gamlar og þröngar og erfiðar yfirferðar fyrir sorpbíla. Nú teljum við okkur vera komin með umhverfisvæna lausn til framtíðar sem getur einnig nýst á fleiri svæðum. Þetta er margra ára ferli en við höfum grafið rör í jörðu í fleiri, fleiri ár,“ segir Tina og bendir á að sambærileg kerfi, en þó ekki að öllu leyti eins, hafa verið þróuð í borgum eins og Kaupmannahöfn, Gautaborg, Barcelona og Almere í Hollandi. 
 
Um þrjú þúsund viðskiptavinir hafa nú tengst inn á nýja sorphirðukerfið sem fer ört stækkandi og er BIR nú að vinna að því að tengja fleiri hverfi í Björgvin inn á kerfið. Viðskiptavinir fá þar til gerða lykla sem þeir nota í hvert sinn sem þeir kasta rusli í ruslastampana.
 
„Nýja ruslakerfið hefur hjálpað íbúum Björgvinjar við að flokka ruslið sitt og höfum við fengið mjög góða endurgjöf. Grínast hefur verið með það að nú sé opið allan sólarhringinn fyrir íbúa að henda ruslinu sínu. Engar aðrar borgarstjórnir í heiminum hafa tekið ákvörðun um að leggja slíkt kerfi um alla borg hjá sér og þannig lagað er ruslakerfið í Björgvin einstakt á heimsvísu.“

4 myndir:

Skylt efni: sorphirða

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...