Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sölvanes
Bærinn okkar 29. nóvember 2018

Sölvanes

Magnús Óskarsson og Elín Sigurðardóttir fluttu frá Húsavík ásamt börnum sínum, Óskari og Eydísi, árið 1978. Þau keyptu jörðina af Pétri Víglundssyni og Rögnu Guðmundsdóttur og bjuggu með sauðfé, hross, kálfa og heimiliskýr. Þau byggðu nýtt íbúðarhús 1985 og endurnýjuðu eldra húsið fyrir ferðaþjónustu 1990. 
 
Í ársbyrjun 2014 keyptu Eydís og Máni jörðina og búa með sauðfé og ferðaþjónustu en Elín og Magnús fluttu til Sauðárkróks.
 
Býli: Sölvanes. 
 
Staðsett í sveit: Á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði.  
 
Ábúendur: Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásamt Eydísi og Mána búa hér synirnir Magnús Gunnar, 19 ára, og Máni Baldur, 13 ára, og Ásta Agnarsdóttir, móðir Mána. Magnús Gunnar stundar nám á Akureyri en sést hér öðru hvoru. Svo er það smalahundurinn Blue, kettirnir Flekka og Fluffy, kanínurnar Ella, Bella og Krulla og nokkrar ónefndar hænur.
 
Stærð jarðar? Um 440 ha, þar af um 40 ha ræktað land. 
 
Gerð bús? Sauðfé og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 270 fjár og slatti af hrossum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á morgnana þarf að taka á móti ferðamönnum í morgunmat og sýna þeim svo kindur, bæði sumar og vetur. Suma daga fer svo Máni að sæða kýr en heima þarf að þvo af rúmum og sinna landbúnaðarstörfum eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Mána finnst skemmtilegast í heyskap en Eydísi í sauðburði. Það er fátt leiðinlegt ef veðrið er gott.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, en vonandi vinnum við enn meira úr eigin afurðum.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að halda enn betur á lofti mikilvægi landbúnaðar fyrir þjóðina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er ekki gott að segja, það eru ýmsar blikur á lofti.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er alltaf spurning hversu mikla áherslu við eigum að leggja á útflutning. 
 
Áherslan ætti líka að vera að aðlaga vöruframboðið hér betur að íslenska markaðnum. 
 
Tækifæri í útflutningi eru helst í mjólkurvörum og lambakjöti.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, heimabakað brauð og heimagerð berjasulta, egg, smjör og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og grilluð pitsa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Eydís ætlaði að reka féð heim „styttri leiðina“ meðfram ánni og lenti í svarta myrkri með fé og smalana. 
 
Þeir sem biðu heima með matinn voru ekki sérlega hrifnir.

6 myndir:

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...