Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Söluáætlanir á mjólkurvörum gera ráð fyrir 3% aukningu á þessu ári
Fréttir 23. janúar 2017

Söluáætlanir á mjólkurvörum gera ráð fyrir 3% aukningu á þessu ári

Höfundur: TB

Egill Sigurðsson, bóndi og stjórnarformaður Auðhumlu, ritar pistil á vef fyrirtækisins um framleiðslu- og sölumál mjólkur síðasta árs og væntingarnar til ársins 2017. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði reikna með 3% söluaukningu á næsta ári m.v. fitugrunn. Við birtum pistilinn frá Agli hér í heild sinni:

"Nú er nýlokið metári í framleiðslu og sölu mjólkur. Innvigtun ársins var 150,3 milljónir lítra eða ríflega 410 þús. að meðaltali á dag, en árið 2016 var hlaupár sem gaf einn dag til viðbótar.

Sala mjólkur á fitugrunni 2016 var 139,2 milljónir lítra sem er 3,2 milljónir lítra umfram greiðslumark ársins. Umframmjólk ársins var 14,3 milljónir lítra eftir útjöfnun. En fyrir útjöfnun var framleiðsla innan greiðslumarks rúmlega 131 millj. Það vantaði því tæpa 5 milljónir lítra á framleiðslu innan greiðslumarks. Þegar hefur verið flutt út 5,6 milljónir lítra og fengist hefur heimild til að nýta 6 milljónir lítra af umframmjólk á innanlandsmarkaði.  Samtals er því búið að ráðstafa 11,6 milljónum lítrum af 14.3 milljónum lítrum. Eftir er að taka ákvörðun um ráðstöfun 2,7 milljón lítra. Birgðir án þessara umframmjólkur er um 18,2 milljón lítra í árslok 2016 en voru 17,2 í upphafi árs. En eðlileg brigðastaða er á bilinu 18 til 20 millj.l. sem er nálægt því að vera 6 vikna framleiðsla að meðaltali. Sú umframmjólk er nýtt verður og fengist hefur heimild fyrir verður greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir. Innvigtunargjald sem lagt var á þá mjólk sem nýtt verður á innanlandsmarkaði verður endurgreitt við uppgjör ársins. Mat fer nú fram innan Mjólkursamsölunnar hvort þörf sé á að nýta þessar 2,7 milljónir lítra til viðbótar eða hvort það magn verði flutt út. Það mat þarf að liggja fyrir nú í febrúar. En þetta magn samsvarar um 130 tonnum af smjöri. Sala á próteingrunni á árinu var 129 milljónir lítra og er þá ekki tekið tillit til vanhalda sem nema rúmum 3 millj. En þá væri raunsala rúmlega 132 milljónir lítra á próteingrunni.

En hverjar eru framleiðsluhorfur fyrir árið 2017? 

Greiðslumark ársins hefur verið ákvarðað 144 milljónir lítra með framleiðsluskyldu uppá 90% eða 130 milljónir lítra og er það aukning um 8 milljónir lítra á milli ára. Gerð hefur verið framleiðsluspá út frá kúafjölda, fjölda sæðinga, burða, og förgunar. Gerir sú spá ráð fyrir að framleiðsla verði á bilinu 140 til 146 milljónir lítra árið 2017. Til samanburðar gera söluáætlanir SAM fyrir árið 2017 ráð fyrir að sala mæld á fitugrunni verði á bilinu 143 til 144 milljónir lítra sem er 3% aukning í sölu á milli ára. Söluaukningin á síðasta ári var 4,8 % á fitugrunni og 5,2% á próteingrunni. Hvaða áhrif mun svo nýr tollasamningur við ESB hafa á mjólkurmarkaðinn er óljóst en magnið er 230 tonn sem er ígildi 2,5 milljóna lítra framleiðslu eða framleiðsla 10 meðal búa. Hvernig framkvæmdin verður á þessum innflutningi mun skipta miklu máli. Það að íslensk stjórnvöld skuli hafa ákveðið að fella einhliða niður tolla án þess að opna aðra möguleika fyrir útflutning er með öllu óskiljanlegt.

Framleiðsla mæld á milli sömu vikna milli ára hefur verið að minnka um 3,5 til 4%. Ef sú minnkun verður fram á mitt ár eða til 1 júlí, gæti framleiðsla ársins verið 144 til 146 milljónir. Allar þessar spár byggja á hinum ýmsu forsendum en þær forsendur þarf að styrkja þannig að hægt sé að gera framleiðsluáætlanir með meira öryggi en er í dag. Ákveðið hefur verið að gera könnun hjá þeim bændum sem framleidd hafa umfram greiðslumark á liðnu ári eða árum um hvaða framleiðsluplön þeir hafa á þessu ári. Því það er alveg ljóst að við þurfum framleiðslu umfram greiðslumarks bæði til útjöfnunar og til birgðarstyrkingar, þegar sala er umfram greiðslumark ársins eins og var á síðasta ári.

Innvigtunargjald verður lækkað úr 35 kr. í 20 kr.pr líter. nú fyrsta febrúar. Stjórn Auðhumlu mun mánaðarleg fara yfir og breyta því gjaldi ef þörf krefur, en það getur bæði tekið breytingum til hækkunar eða lækkunar eftir hvernig framleiðslan þróast. Á deildarfundunum Auðhumlu í mars verður farið ítarlega yfir stöðuna í framleiðslu og sölumálum mjólkur."

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...