Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sólheimahjáleiga
Bóndinn 8. febrúar 2019

Sólheimahjáleiga

Á Loðmundarstöðum búa Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir. 
 
Þau reka félagsbú með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni, sem búa í Sólheimahjáleigu. 
 
Býli: Býlið heitir Sólheimahjáleiga. 
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalnum við rætur Sólheimajökuls, þar sem Loðmundur gamli nam land. 
 
Ábúendur: Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir (búa á Loðmundarstöðum) í félagsbúi með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni (búa í Sólheimahjáleigu).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin tvö; Gréta Björk, fimm ára og Ásmundur Kristinn, þriggja mánaða og tíkurnar Ronja og Perla. 
 
Stærð jarðar? Um 50 hektarar af túnum og nokkur þúsund hektarar af svörtum sandi og heiðarlandi milli jökuls og sjávar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og ferða­þjónusta. Köllum okkur ferða­þjónustu­bændur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 290 kindur, 4 geitur, 3 hesta, 14 hænur og 20 herbergja gistiheimili.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir í fjárhúsum um morgun og seinnipart ásamt tilfallandi vinnu við ferðaþjónustuna, s.s. framreiðsla morgun- og kvöldverðar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast er að hreinsa grindur í fjárhúsunum. Skemmtilegast er að hleypa út lambám á vorin í góðu veðri og elda góðan mat fyrir ferðamenn.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá verðum við vonandi búin að þróa heimavinnslu afurða hjá okkur enn frekar og farin að græða pening á sauðfénu í gegnum ferðaþjónustuna!
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru skemmtileg en mikilvægt er að félagskerfið sé einfaldað og gert markvissara.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel svo lengi sem menn eru tilbúnir að berjast fyrir honum!
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Besti útflutningurinn er að selja ferðamönnum hér heima og kynna þá fyrir öllum þeim frábæru kennimerkjum íslenskra matvæla; rekjanleika og lítilli lyfjanotkun. Þeir bera svo hróðurinn út um heim allan og markaðir opnast.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, mjólk, egg og lýsið, sem staðið hefur óopnað síðasta árið. Og að sjálfsögðu er frystirinn fullur af kjöti 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindahakk sem nýtist í hina ýmsu rétti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar geiturnar voru komnar upp á húsþak og það þurfti að setja rafstreng á þakskeggið. 
 
Einnig flutningur búfjár í Meðallandið vorið 2010, vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.

6 myndir:

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...