Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sólheimahjáleiga
Bóndinn 8. febrúar 2019

Sólheimahjáleiga

Á Loðmundarstöðum búa Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir. 
 
Þau reka félagsbú með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni, sem búa í Sólheimahjáleigu. 
 
Býli: Býlið heitir Sólheimahjáleiga. 
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalnum við rætur Sólheimajökuls, þar sem Loðmundur gamli nam land. 
 
Ábúendur: Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir (búa á Loðmundarstöðum) í félagsbúi með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni (búa í Sólheimahjáleigu).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin tvö; Gréta Björk, fimm ára og Ásmundur Kristinn, þriggja mánaða og tíkurnar Ronja og Perla. 
 
Stærð jarðar? Um 50 hektarar af túnum og nokkur þúsund hektarar af svörtum sandi og heiðarlandi milli jökuls og sjávar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og ferða­þjónusta. Köllum okkur ferða­þjónustu­bændur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 290 kindur, 4 geitur, 3 hesta, 14 hænur og 20 herbergja gistiheimili.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir í fjárhúsum um morgun og seinnipart ásamt tilfallandi vinnu við ferðaþjónustuna, s.s. framreiðsla morgun- og kvöldverðar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast er að hreinsa grindur í fjárhúsunum. Skemmtilegast er að hleypa út lambám á vorin í góðu veðri og elda góðan mat fyrir ferðamenn.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá verðum við vonandi búin að þróa heimavinnslu afurða hjá okkur enn frekar og farin að græða pening á sauðfénu í gegnum ferðaþjónustuna!
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru skemmtileg en mikilvægt er að félagskerfið sé einfaldað og gert markvissara.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel svo lengi sem menn eru tilbúnir að berjast fyrir honum!
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Besti útflutningurinn er að selja ferðamönnum hér heima og kynna þá fyrir öllum þeim frábæru kennimerkjum íslenskra matvæla; rekjanleika og lítilli lyfjanotkun. Þeir bera svo hróðurinn út um heim allan og markaðir opnast.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, mjólk, egg og lýsið, sem staðið hefur óopnað síðasta árið. Og að sjálfsögðu er frystirinn fullur af kjöti 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindahakk sem nýtist í hina ýmsu rétti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar geiturnar voru komnar upp á húsþak og það þurfti að setja rafstreng á þakskeggið. 
 
Einnig flutningur búfjár í Meðallandið vorið 2010, vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...