Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sólboði er af ættkvíslinni Osteospermum og tilheyrir körfublómaætt. Myndir / Ingólfur Guðnason.
Sólboði er af ættkvíslinni Osteospermum og tilheyrir körfublómaætt. Myndir / Ingólfur Guðnason.
Fræðsluhornið 20. júní 2019

Sólboði – færir okkur sumarið

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Fá sumarblóm bera með sér eins góðar óskir um hagstætt veðurfar að sumarlagi eins og sólboðinn. Nafn þessarar fallegu plöntu ber með sér sól og sumaryl og því ætti hún að sjálfsögðu að vera skylduplanta í öllum alvöru görðum.

Sólboði er af ættkvíslinni Osteos­permum og tilheyrir körfublómaætt. Í heim­kynnum sínum eru þetta fjölærar plöntur en hér á norðurhjara veraldar ná þær ekki að lifa af veturinn og eru því ræktaðar sem sumarblóm. Til er fjöldi yrkja af sólboða og er hæð þeirra mjög mismunandi, hægt er að fá yrki sem eru einungis 25–30 cm há og allt upp í yrki sem verða ríflega metri á hæð. Yfirleitt eru nú lágvaxnari yrkin vinsælli á Íslandi.  

Blómgunartími sólboða er langur. 

Litrík körfublóm

Blóm sólboðans eru klassísk körfublóm, pípukrónur í miðju og tungukrónur í röð í kring. Pípukrónurnar eru yfirleitt dökkar á litinn, gjarnan með fjólubláum blæ en tungukrónurnar geta verið í ýmsum litum, hvítum, gulum, appelsínugulum, bleikum, fjólubláum og jafnvel vínrauðum. Sum yrki eru með tvílitar tungukrónur og til eru yrki þar sem hver tungukróna er í laginu eins og skeið. Blöð sólboða eru lensulaga og blómstönglarnir grannir en seigir og sveigjanlegir. Eitt blóm er á hverjum blómstöngli. Sólboðinn lokar blómum sínum í rigningu en opnar þau þegar birtir og hlýnar, jafnvel þótt ekki sé full sól. 

Hentar bæði í beð og blómaker

Sólboði hefur verið ræktaður á Íslandi um árabil og kom fljótlega í ljós að þessar blómfögru plöntur eru mun harðgerðari en ætla mætti, miðað við uppruna þeirra á afrískum slóðum. Blómgunartíminn er langur, plönturnar byrja að blómstra í upphafi sumars og standa langt fram á haust, þola jafnvel dálítið næturfrost að haustlagi. Fyrst í stað þorðu garðeigendur ekki annað en að gróðursetja sólboða á skjólbestu staði en raunin er sú að þetta eru mjög vindþolnar og duglegar plöntur sem þarf ekki að dekra sérstaklega við. Þó er rétt að gæta þess að hafa sólboða á sólríkum og sæmilega hlýjum stað, skuggsælir staðir henta honum ekki. 

Blóm sólboðans eru klassísk körfublóm, pípukrónur í miðju og tungukrónur í röð í kring.  

Auðveld í umhirðu

Til að tryggja blómgun sem best allt sumarið er rétt að gróðursetja sólboða í frjóan og rakaheldinn jarðveg. Ef plönturnar lenda í ofþornun að sumarlagi er hætt við því að þær haldi að vetur sé genginn í garð og þær ljúka blómgun hið snarasta. Sérstaklega þarf að gæta að vökvun plantna í pottum og kerum og þarf vökvunin að vera hófleg, þessar plöntur eru heldur ekki hrifnar af því að standa í bleytu. Plöntur í kerum og pottum þarf jafnframt að vökva reglulega með áburði til að þær dafni sem best. Hægt er að nota venjulegan pottablómaáburð á fljótandi formi og blanda hann eftir meðfylgjandi leiðbeiningum. Rétt er að miða við að vökva með áburði um það bil tvisvar sinnum í viku. 

Sólboðinn er mjög blómviljugur en hvert blóm stendur bara í ákveðinn tíma. Það er því sjálfsögð umhirða að klippa í burtu þau blóm sem eru fölnuð og þá er blómstilkurinn klipptur með. Þessar plöntur framleiða sjaldnast mikið fræ en með því að fjarlægja dauðu blómin lítur plantan betur út og nýju blómin fá pláss til að láta ljós sitt skína í sólinni.

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá LbhÍ.

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...