Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Notendur á dreifbýlistaxta, á rafhituðum svæðum og þeir sem búa utan samveitna njóta forgangs. Í úthlutunarreglunum er tekið fram að fjármagni verði beint þangað þar sem hagsmunir notenda og ríkis eru hvað mestir, en mikill kostnaður fer í niðurgreiðslu orku hjá áðurnefndum notendum. Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst. Á stöðum utan samveitna, þar sem raforkuframleiðsla fer fram með dísilrafstöðvum, niðurgreiðir ríkið allt að 50 krónur fyrir hverja kílóvattsund. Þar séu hagsmunir hins opinbera því miklir og jafnframt sé það í samræmi við skuldbindingar hins opinbera um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Notendur á dreifbýlistaxta borga hæsta raforkuverðið, eða 29 krónur fyrir hverja kílóvattsstund, en þar greiðir ríkið dreifbýlisframlag. Á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við og kynt er með rafmagni er orkunotkun mikil og er niðurgreiðsla á rafhitun í kringum 10 kr. á kílóvattsstund.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...