Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sögulegar sættir
Fréttir 1. apríl 2015

Sögulegar sættir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var í dag um nýjan framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, en Sigurður Eyþórsson lét af störfum nú um mánaðamótin eins og kunnugt er.

A heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að nýi framkvæmdastjórinn er enginn annar en hagfræðiprófessorinn góðkunni Þórólfur Matthíasson. Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Þórólfur hefur hingað til verið talinn einn af helstu gagnrýnendum landbúnaðarstefnunnar í landinu. Aðspurður segir Þórarinn Pétursson formaður LS, að það hafi einfaldlega verið tekin sú ákvörðun að nauðsynlegt væri að fá nýtt blóð að rekstri samtakanna.

"Okkur datt Þórólfur fljótt í hug og ákváðum að kanna málið. Það kom líklega báðum jafnmikið á óvart að samkomulag skyldi nást en það kom í ljós að Þórólfur var einnig að leita nýrra áskorana - og þetta er niðurstaðan. Það má kalla þetta sögulegar sættir. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun og hlakka til samstarfsins".

Skylt efni: 1. apríl

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.