Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Söguleg skáldsaga um sauða­­kaupmenn á 19. öld
Fréttir 22. júlí 2014

Söguleg skáldsaga um sauða­­kaupmenn á 19. öld

Höfundur: Ólafur Dýrmundsson

Fyrir nokkrum árum komu þau Campbell og Sheena Slimon, bændur frá Norður-Skotlandi, tvívegis í heimsókn í Bændahöllina en þau voru á ferð um landið til þess að afla efnis í mjög sérstæða bók sem kom út í Skotlandi í vor og nefnist „Horse Kogill and Mr. Money-Man“.

Bókina skrifaði Campbell, en langafabróðir hans var Robert Slimon í Leith, sem annaðist sauðaflutninga 1865-1896 með dyggilegri aðstoð Johns Kogill skipstjóra á gufuskipum Slimons­verslunarinnar. Með þessum skipum fóru einnig margir Vesturfararnir sem síðan sigldu til Norður-Ameríku frá Skotlandi. Vitað er að Robina, kona Roberts Slimons, fór með honum a.m.k. einu sinni til Íslands og reynir Campbell að setja sig í spor hennar við lýsingu á ýmsu sem fyrir augu og eyru bar hér á landi í slíkri ferð, sennilega um 1880.

Robina er því sögumaðurinn, skáldskapur tengist sögulegum staðreyndum, með nokkrum hnökrum þó, en samt er bókin skemmtileg og fróðleg aflestrar enda söguþráðurinn lipur í meðferð Campbells.

Í viðaukum eru dregnar saman mjög gagnlegar upplýsingar, svo sem stutt æviágrip þeirra Roberts og Johns, yfirlit um verslunarumsvif Slimons-verslunarinnar hér á landi um 30 ára skeið, þar með um fjár-, hrossa- og fólksflutninga, og þar er ljósrit af heiðursskjalinu sem þeir félagar fengu frá Alþingi Íslendinga 22. apríl 1885. Ljóst er að báðir voru þeir vel þekktir hér á landi, þó öllu fremur John sem greinilega ávann sér traust flestra bænda í viðskiptum sínum.

Jafnan var greitt út í hönd, í gulli. Persónuleg samskipti voru og mikil og tekst Campbell að varpa nokkru ljósi á þau í bókinni. Í æviágripi Johns, sem var Orkneyingur að ætt og uppruna, kemur m.a. fram að hann hafi átt sex börn með fjórum konum hér á landi en fjögur þeirra hafi flust til Manitoba í Kanada með hópum Vesturfara.
Formála bókarinnar ritaði höfundur þessarar samantektar.

Bókin „Horse Kogill and Mr. Moneyman“ er 168 bls. kilja að meðtöldum viðaukum, er með töluverðu af myndum, og gefin út hjá Grace Note Publications í Skotlandi (sjá books@gracenotereading.co.uk, www.gracenotepublications.co.uk).

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...