Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu
Mynd / Lav Ulv - Creative Commons
Fréttir 16. október 2020

Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Snorri Sigurðsson, sem er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur fyrir reglubundin skrif um fagleg málefni landbúnaðar, hefur undanfarin ár gegnt stöðu eins af framkvæmdastjórum Arla Foods í Kína og haft yfirumsjón með rekstri hins Dansk-kínverska Mjaltatækniseturs. Snorri hefur nú verið ráðinn til Arla Foods í Nígeríu og mun flytjast þangað, ásamt konu sinni, Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur, eftir áramótin. 

Snorri Sigurðsson

Arla Foods, sem er fjórða stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í heiminum og með nærri 100-falda mjólkurinnvigtun á við allt Ísland, hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu starfsemi sinnar utan Evrópu. Hingað til hefur félagið lagt mesta áherslu á Mið-Austurlönd þar sem hefur náðst einstakur árangur og félagið er langstærsti söluaðili mjólkurvara þar í dag. Þá hefur undanfarið verið lögð mikið áhersla á kínverska markaðinn og nú er svo komið að félagið er stærsti innflytjandi á mjólk til landsins og hefur þar með sett hið þekkta Fonterra afturvfyrir sig. Nú hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar ákveðið að setja mikinn kraft í uppbyggingu Arla Foods í Vestur-Afríku. Þar hefur orðið ör breyting á undanförnum árum og sér í lagi í Nígeríu með mikilli hlutfallslegri aukningu á tekjum með tilheyrandi fólksfjölgun og aukinni almennri velmegun.  

Nígería er sú þjóð sem vex hvað örast í heiminum og er talið að þar muni um 400 milljónir búa árið 2050. Svo ör vöxtur kallar á stóraukna framleiðslu á matvælum og Arla Foods hefur alltaf þá stefnu að bæði flytja inn mjólkurvörur frá eigendum sínum í Norður-Evrópu en einnig að byggja upp eigin vinnslu í viðkomandi landi. 

Þar sem mjólkurframleiðslan í Nígeríu er næsta lítil, einungis 0,4 milljarðar lítra, eru mikil sóknarfæri í mjólkurframleiðslu í landinu fyrir Arla Foods. Það verður einmitt verkefni Snorra að sjá um þessa þróunarstarfsemi félagsins, sem m.a. felst í því að byggja upp og efla mjólkurframleiðslu landsins í samstarfi við þarlend stjórnvöld og mun Arla Foods samhliða byggja upp eigin afurðavinnslu til þess að vinna úr allri mjólkinni sem verður framleidd á komandi árum. 

Skylt efni: Arla

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.