Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu
Mynd / Lav Ulv - Creative Commons
Fréttir 16. október 2020

Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Snorri Sigurðsson, sem er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur fyrir reglubundin skrif um fagleg málefni landbúnaðar, hefur undanfarin ár gegnt stöðu eins af framkvæmdastjórum Arla Foods í Kína og haft yfirumsjón með rekstri hins Dansk-kínverska Mjaltatækniseturs. Snorri hefur nú verið ráðinn til Arla Foods í Nígeríu og mun flytjast þangað, ásamt konu sinni, Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur, eftir áramótin. 

Snorri Sigurðsson

Arla Foods, sem er fjórða stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í heiminum og með nærri 100-falda mjólkurinnvigtun á við allt Ísland, hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu starfsemi sinnar utan Evrópu. Hingað til hefur félagið lagt mesta áherslu á Mið-Austurlönd þar sem hefur náðst einstakur árangur og félagið er langstærsti söluaðili mjólkurvara þar í dag. Þá hefur undanfarið verið lögð mikið áhersla á kínverska markaðinn og nú er svo komið að félagið er stærsti innflytjandi á mjólk til landsins og hefur þar með sett hið þekkta Fonterra afturvfyrir sig. Nú hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar ákveðið að setja mikinn kraft í uppbyggingu Arla Foods í Vestur-Afríku. Þar hefur orðið ör breyting á undanförnum árum og sér í lagi í Nígeríu með mikilli hlutfallslegri aukningu á tekjum með tilheyrandi fólksfjölgun og aukinni almennri velmegun.  

Nígería er sú þjóð sem vex hvað örast í heiminum og er talið að þar muni um 400 milljónir búa árið 2050. Svo ör vöxtur kallar á stóraukna framleiðslu á matvælum og Arla Foods hefur alltaf þá stefnu að bæði flytja inn mjólkurvörur frá eigendum sínum í Norður-Evrópu en einnig að byggja upp eigin vinnslu í viðkomandi landi. 

Þar sem mjólkurframleiðslan í Nígeríu er næsta lítil, einungis 0,4 milljarðar lítra, eru mikil sóknarfæri í mjólkurframleiðslu í landinu fyrir Arla Foods. Það verður einmitt verkefni Snorra að sjá um þessa þróunarstarfsemi félagsins, sem m.a. felst í því að byggja upp og efla mjólkurframleiðslu landsins í samstarfi við þarlend stjórnvöld og mun Arla Foods samhliða byggja upp eigin afurðavinnslu til þess að vinna úr allri mjólkinni sem verður framleidd á komandi árum. 

Skylt efni: Arla

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...