Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóflóðavarnir endurbættar
Fréttir 20. febrúar 2023

Snjóflóðavarnir endurbættar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ofanflóðavarnirnar fyrir ofan Flateyri voru reistar eftir mannskæð snjóflóð fyrir rúmum aldarfjórðungi.

Í janúar 2020 sýndi sig að úrbóta væri þörf, þegar tvö flóð runnu framhjá görðunum og olli annað tjóni í höfninni og féll hitt á íbúðarhús. Með endurbótum sem á að ráðast í í sumar á snjóflóðavarnagarðurinn að standast hamfarir sem má reikna með á þúsund ára fresti.

Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að tillögum um endurbætur undir stjórn Kristínar Mörthu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðings. Í frétt á heimasíðu Verkís kemur fram að lagt sé til að „reistar verði þrjár keiluraðir ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.“ Enn fremur er lagt til að þvergarðurinn milli leiðigarðanna verði endurbyggður hærri og brattari en áður, með örlítið breyttri legu. Þar að auki er lagt til að byggja nýjan leiðigarð sem beinir flóðum frá höfninni.

Jafnframt leggur verkfræðistofan til að reistir verði tveir kílómetrar af snjósöfnunargrindum í hlíðum Eyrarfjalls sem eiga að draga úr tíðni flóða. Einnig er talin ástæða til að styrkja glugga- og dyraop sem vísa upp í fjall á þeim húsum sem eru á áhættusvæðum.

Skylt efni: Snjóflóðavarnir

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...