Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóflóðavarnir endurbættar
Fréttir 20. febrúar 2023

Snjóflóðavarnir endurbættar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ofanflóðavarnirnar fyrir ofan Flateyri voru reistar eftir mannskæð snjóflóð fyrir rúmum aldarfjórðungi.

Í janúar 2020 sýndi sig að úrbóta væri þörf, þegar tvö flóð runnu framhjá görðunum og olli annað tjóni í höfninni og féll hitt á íbúðarhús. Með endurbótum sem á að ráðast í í sumar á snjóflóðavarnagarðurinn að standast hamfarir sem má reikna með á þúsund ára fresti.

Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að tillögum um endurbætur undir stjórn Kristínar Mörthu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðings. Í frétt á heimasíðu Verkís kemur fram að lagt sé til að „reistar verði þrjár keiluraðir ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.“ Enn fremur er lagt til að þvergarðurinn milli leiðigarðanna verði endurbyggður hærri og brattari en áður, með örlítið breyttri legu. Þar að auki er lagt til að byggja nýjan leiðigarð sem beinir flóðum frá höfninni.

Jafnframt leggur verkfræðistofan til að reistir verði tveir kílómetrar af snjósöfnunargrindum í hlíðum Eyrarfjalls sem eiga að draga úr tíðni flóða. Einnig er talin ástæða til að styrkja glugga- og dyraop sem vísa upp í fjall á þeim húsum sem eru á áhættusvæðum.

Skylt efni: Snjóflóðavarnir

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...