Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóflóðavarnir endurbættar
Fréttir 20. febrúar 2023

Snjóflóðavarnir endurbættar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ofanflóðavarnirnar fyrir ofan Flateyri voru reistar eftir mannskæð snjóflóð fyrir rúmum aldarfjórðungi.

Í janúar 2020 sýndi sig að úrbóta væri þörf, þegar tvö flóð runnu framhjá görðunum og olli annað tjóni í höfninni og féll hitt á íbúðarhús. Með endurbótum sem á að ráðast í í sumar á snjóflóðavarnagarðurinn að standast hamfarir sem má reikna með á þúsund ára fresti.

Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að tillögum um endurbætur undir stjórn Kristínar Mörthu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðings. Í frétt á heimasíðu Verkís kemur fram að lagt sé til að „reistar verði þrjár keiluraðir ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.“ Enn fremur er lagt til að þvergarðurinn milli leiðigarðanna verði endurbyggður hærri og brattari en áður, með örlítið breyttri legu. Þar að auki er lagt til að byggja nýjan leiðigarð sem beinir flóðum frá höfninni.

Jafnframt leggur verkfræðistofan til að reistir verði tveir kílómetrar af snjósöfnunargrindum í hlíðum Eyrarfjalls sem eiga að draga úr tíðni flóða. Einnig er talin ástæða til að styrkja glugga- og dyraop sem vísa upp í fjall á þeim húsum sem eru á áhættusvæðum.

Skylt efni: Snjóflóðavarnir

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...