Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjallsíma.

Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri segir nemendur ná að einbeita sér betur, tala meira saman og að andrúms­ loftið í skólanum sé betra en áður. Meirihluti foreldra er ánægður með bannið auk þess sem velferðarráð Skaftárhrepps lýsti yfir ánægju með þessa ákvörðun. Nokkrar athugasemdir hafa borist frá foreldrum til sveita sem hafa áhyggjur af því að ekki væri hægt að hringja börnin. Þeir nemendur fá að koma með síma en notkun á skólatíma er óheimil. Skólastjórinn telur að það sé orðið lýðheilsumál að yfirvöld banni snjallsímanotkun barna því þetta hafi ekki eingöngu verið vandamál á Kirkjubæjarklaustri. „Það eru margir skólar á landinu sem hafa gripið til þess ráðs að banna síma. Auk þess sýnir hver rannsókn á fætur annarri fram á skaðsemina,” segir Valgeir. Nemendur Kirkjubæjarskóla eru 46 talsins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...