Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjallsíma.

Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri segir nemendur ná að einbeita sér betur, tala meira saman og að andrúms­ loftið í skólanum sé betra en áður. Meirihluti foreldra er ánægður með bannið auk þess sem velferðarráð Skaftárhrepps lýsti yfir ánægju með þessa ákvörðun. Nokkrar athugasemdir hafa borist frá foreldrum til sveita sem hafa áhyggjur af því að ekki væri hægt að hringja börnin. Þeir nemendur fá að koma með síma en notkun á skólatíma er óheimil. Skólastjórinn telur að það sé orðið lýðheilsumál að yfirvöld banni snjallsímanotkun barna því þetta hafi ekki eingöngu verið vandamál á Kirkjubæjarklaustri. „Það eru margir skólar á landinu sem hafa gripið til þess ráðs að banna síma. Auk þess sýnir hver rannsókn á fætur annarri fram á skaðsemina,” segir Valgeir. Nemendur Kirkjubæjarskóla eru 46 talsins.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...