Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjallsíma.

Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri segir nemendur ná að einbeita sér betur, tala meira saman og að andrúms­ loftið í skólanum sé betra en áður. Meirihluti foreldra er ánægður með bannið auk þess sem velferðarráð Skaftárhrepps lýsti yfir ánægju með þessa ákvörðun. Nokkrar athugasemdir hafa borist frá foreldrum til sveita sem hafa áhyggjur af því að ekki væri hægt að hringja börnin. Þeir nemendur fá að koma með síma en notkun á skólatíma er óheimil. Skólastjórinn telur að það sé orðið lýðheilsumál að yfirvöld banni snjallsímanotkun barna því þetta hafi ekki eingöngu verið vandamál á Kirkjubæjarklaustri. „Það eru margir skólar á landinu sem hafa gripið til þess ráðs að banna síma. Auk þess sýnir hver rannsókn á fætur annarri fram á skaðsemina,” segir Valgeir. Nemendur Kirkjubæjarskóla eru 46 talsins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f