Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Smurbrauð fyrir sælkera
Matarkrókurinn 5. júní 2014

Smurbrauð fyrir sælkera

„Smørrebrød“ er brauð, yfirleitt rúgbrauð, sem hefur verið smurt með smjöri. Smurbrauð getur verið aðalréttur, hluti máltíðar eða smáréttur milli mála og er mikilvægur þáttur í danskri matargerð. Við Íslendingar höfum fengið ýmislegt gott í arf frá frændum okkar en hér á landi er smurbrauðshefðin ágætlega þekkt.

Smurbrauð varð til vegna þarfar til að neyta matar utan heimilis. Frá fornu fari þurftu smalar, bændur, veiðimenn og aðrir sem voru að vinnu langt frá heimilinu að taka með sér nesti og þá var handhægt að hafa með sér brauð og ýmiss konar álegg. Ekki er neitt sér-danskt við slíkt nesti og það var ekki fyrr en í lok 19. öld að danskt smurbrauð varð til í þeirri sér-dönsku mynd sem það hefur í dag, þar sem áleggi er staflað á smurðar brauðsneiðar.

Hér koma tvær smurbrauðs­uppskriftir en það er um að gera að nýta það hráefni sem til er í ísskápnum og gera tilraunir. Eina skilyrðið er að hráefnið sé fyrsta flokks.

Nautatartar með graslauk, kapers og spánarkerfli
Hráefni
350 g nautalundir eða fitulítill   lærvöðvi
2 stk. skalotlaukar
1 msk. kapers
½ pottur graslaukur
Extra virgin ólífuolía
Salt og svartur pipar
Skreytt með nýjum spánarkerfli og   graslauksblómum
Graslauks majónes
2 eggjarauður
1 tsk. dijon sinnep
200 ml graslauksbætt repjuolía
2 msk. edik eða sítrónusafi

Eggjarauður unnar saman í matvinnslu eða hrærivél, olíu hellt rólega út í. Kryddað með sinnepi, salti og pipar ásamt ögn af ediki eða sítrónusafa.

Gott er að vinna saman graslauk og olíu í matvinnsluvél og gera heimalagað majónes sem er auðvelt. Það má líka saxa ferskan graslauk úr garðinum og blanda við majónesið.

Aðferð

Snyrtu nautalundina og skerðu hana í fína teninga. Saxaðu skalotlaukinn, graslaukinn og kapersið fínt. Blandaðu öllu hráefninu saman í skál, bætið í olíu, salti og pipar og dijon sinnepi. Sprautið majónesið ofan á réttinn.

Smurbrauð með reyktri bleikju, grænkáli og rjómaosti
Hráefni
4 sneiðar rúgbrauð
100 g rjómaostur
200 g reykt bleikja
½ stk. rauðlaukur, smátt saxaður
10 stk. kapers
Svartur pipar
Grænkál eða rabarbari
100 ml repjuolía
2 tsk. gott edik

Skerið brauðið í sneiðar. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og þeytið hann lítillega (eða notið handþeytara) og setjið svo duglega af honum á brauðið. Sneiðið bleikjuna þunnt og leggið ofan á rjómaostinn. Setjið rauðlauk og kapers yfir og myljið svo svartan pipar ofan á. Veltið grænkáli upp úr smá olíu og ediki og leggið ofan á. Saltið og piprið eftir smekk. Í stað grænkálsins er líka er hægt að kryddleggja ferska borða af nýjum rabarbara. Þá er gott að setja ögn af hunangi til að jafna sýruna í rabarbaranum.

3 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...