Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Mynd / AJH
Líf&Starf 30. nóvember 2016

Smalahundakeppni í Fljótsdal

Höfundur: Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Austurlandsdeild Smalahunda­félags Íslands hélt fjárhunda­keppni sunnudaginn 30. október á Eyrarlandi í Fljótsdal. Að venju var keppt í þremur flokkum, það er að segja unghundaflokki, B-flokki og A-flokki. 
 
Alls voru 12 hundar skráðir til leiks. Sex hundar kepptu í A-flokki, þrír í B-flokk og jafnmargir í unghundaflokki. Í A- og B-flokki var mest hægt að fá 100 stig en 90 stig í unghundaflokki.
 
Verðlaunahafar í unghundaflokki. 1. sæti Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi með 74 stig. 2. sæti Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum með 72 stig. 3. sæti Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi með 62 stig.
 
Mót sem þessi eru ómetanleg fyrir greinina og útbreiðslu hennar. Þrátt fyrir að enn vanti talsvert upp á að bændur nýti sér hunda til smalamennsku eins og þekkist erlendis þá fer þeim fjölgandi sem ná góðum tökum á sínum hundum. Best sést þetta á áhuga og þátttöku í mótum sem þessum. Á Eyrarlandi tóku tveir nýir keppendur þátt sem lítill vafi er á að munu láta að sér kveða á þessum vettvangi á komandi árum. Allir sem eitt sinn hafa náð góðum tökum á smalamennsku með hundum eru sammála um að erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að snúa aftur í gamla farið.
 
Keppnin heppnaðist með miklum ágætum, enda gott veður og allar aðstæður hinar ágætustu. Úrslit og stig voru sem hér segir:
 
A-flokkur:
  1. Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 90 stig
  2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum, 84 stig
  3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti, 80 stig
  4. Marzibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti, 74 stig
  5. Agnar Ólafsson og Brook frá Wales, 71 stig
  6. Maríus Halldórsson og Sara frá Bjarnstöðum, 62 stig
B-flokkur:
  1. Marzibil Erlendsdóttir og Saga frá Dalatanga, 73 stig
  2. Eiður Gísli Guðmundsson og Assa frá Eyrarlandi, 59 stig
  3. Ingvi Gudmundsson og Skundi frá Möðrufelli, 58 stig
Unghundaf1okkur: 
  1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi, 74 stig
  2. Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum, 72 stig
  3. Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi, 62 stig
 
Austurlandsdeildin vill koma þökkum á framfæri til styrktaraðila keppninnar sem voru Jötunn Vélar, Fóðurblandan og Landstólpi en glæsilegir vinningar mótsins voru í þeirra boði. 
 
Einnig fær Lárus Sigurðsson frá Gilsá sérstakar þakkir en hann sá um dómgæslu á mótinu. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...