Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svona er féð gjarnan flutt milli gjáa og einnig er það látið síga niður í fjöru þar sem þær eru settar beint um borð báta.
Svona er féð gjarnan flutt milli gjáa og einnig er það látið síga niður í fjöru þar sem þær eru settar beint um borð báta.
Mynd / Magnús Ólafs Hansson
Fréttir 3. nóvember 2015

Smalað í mjóum þræðingum í þverhníptum björgum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vestfirðingurinn Magnús Ólafs Hansson, núverandi verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (Atvest) með aðsetur á Patreksfirði, hefur víða komið við á sínum ferli. Hann starfaði m.a. í Færeyjum um tíma. 
 
Bændablaðinu lék forvitni á að vita um hvernig hafi staðið á Færeyjaferð hans og hvort hann hafi þá kynnst færeyskum bændum og smalamennsku í eyjunum. Þar eru aðstæður nefnilega oft hrikalegar þar sem féð gengur gjarnan í þverhnípt björg með ólgandi brimið fyrir neðan.  
 
Magnús segir að för hans til Færeyja hafi komið þannig til að hann hafi ráðið sig sem knattspyrnuþjálfara til Færeyja vorið 1981. 
 
„Þar var ég við þjálfun í tvö ár. Seinna árið mitt var ég aðstoðarlandsliðsþjálfari Færeyja en góðvinur minn Björn Árnason, var þá aðalþjálfari.
 
Smalað í snarbröttum fjöllum
 
„Ég gerði mér far um að ferðast til flestra eyja sem voru í byggð meðan ég bjó þarna.
 
Aðstæður fyrir leitarmenn í Færeyjum eru hins vegar gjörólíkar því sem við eigum að venjast. Fjöllin snarbrött og féð rekið í eyjar sem ekki er búið í og fer féð mjög gjarna í þræðingana í björgunum eins og í Grænuskörðum í Stóra-Dímon.
 
Einu sinni fór ég í réttir og voru þær að mér fannst á svipuðum nótum og hér heima. Réttarpeli var hafður um hönd en þó ekki í líkingu við okkar íslenska sið. Hins vegar var drukkinn færeyskur bjór.
 
Boðið var upp á ný­slátrað með kjötsúpu fyrir þá sem mættu á staðinn. Ekki man ég eftir að menn rifust, hins vegar kættust menn og konur í réttunum.
 
Færeyingar nýta nánast allt af sauðfénu. Gert er slátur, sviðnir hausar og lappir, unnið úr ullinni og kjötið verkað á ýmsa vegu. Mér fannst t.d. þurrkað lambakjöt, skerpukjöt virkilega góður matur.“
 
Misjafn er smekkur
 
„Sjálfsagt má þó deila um matarsmekk manna en blaðamaður Bændablaðsins fékk einnig að upplifa menningu Færeyinga fyrir nokkrum árum. Var þá að sjálfsögðu boðið upp á skerpukjöt. Það er sannarlega mjög sérstakt, en verkunin á því mun þó vera nokkuð mismunandi og spurning hversu mikið hefur slegið í kjötið áður en það er fullverkað. Sennilega smellur  smekkur blaðamanns og Magnúsar þó ekki alveg saman þegar kemur að neyslu á skerpukjöti. Eitt erum við þó örugglega sammála um, að Færeyingar séu einstaklega gott fólk heim að sækja. Einnig að ólíklegt er að finna megi gestrisnari þjóð á þessari jörð. 
 
Mikill hluti Færeyja er háslétta
 
Magnús segir að Vogey, Straumey, Austurey og flestar Norðureyjarnar séu eitt meginland að heita megi, háslétta, tindum settar og skornar dölum, þröngum fjörðum og sundum. 
 
„Nokkrar eyjar eru umhverfis þetta meginland. Allmiklu sunnar er svo Sandey, og fylgja henni smáeyjarnar Skúfey, Stóra-Dímun og Litla-Dímun. Loks er Suðurey, þriðja meginlandið, ef svo má komast að orði.
 
Mikill hluti Færeyja er háslétta, þröngir firðir, sund og dalir, sem skriðjöklar ísaldar hafa grafið. Meðalhæð eyjanna er rúmir 300 metrar yfir sjávarmál. Fjöll eru mörg, en óvíða hærri en 600–800 metrar. Hæsta fjall á eyjunum er Slættaratindur, 882 metrar. Hraun eru engin í Færeyjum, ólíkt Íslandi, enda langt síðan jarðeldar voru þar að verki. Jarðhiti er enginn. Þó er ein volg uppsprettulind, heilsulind, hjálparlind, óskalind, Varmakelda á Austurey.
 
Dýralíf er fábreytt í Færeyjum eins og við er að búast vegna legu landsins, smæðar þess og fábreytilegs gróðurlífs. Húsdýr Færeyinga eru nautgripir, sauðfé, hestar, hænsni, hundar og kettir.“
 
Jóhannes skáld úr Kötlum orti kvæði  um Færeyjar sem heitir ,,Góðra vina fundur “. Hér er upphaf þess kvæðis:
 
Logn var yfir ljósu sundi,
lýru bar við strönd.
Fögur voru í sólskininu
Færeyjalönd.

7 myndir:

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...