Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Algeng sýn úr morgunumferð á höfuðborgarsvæðinu, umferðin stopp með tilheyrandi töfum og mengun. Þegar slys ber að höndum skiptir miklu máli að sjúkrabílar geti átt greiða leið um vegina. Á höfuðborgarsvæðinu teppist umferðin reglulega vegna þess að vegam
Algeng sýn úr morgunumferð á höfuðborgarsvæðinu, umferðin stopp með tilheyrandi töfum og mengun. Þegar slys ber að höndum skiptir miklu máli að sjúkrabílar geti átt greiða leið um vegina. Á höfuðborgarsvæðinu teppist umferðin reglulega vegna þess að vegam
Mynd / HKr.
Fréttir 17. janúar 2017

Slysum á börnum og ungmennum fækkar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á vefsíðu Morgunblaðsins (www.mbl.is) byrjaði grein þann 3.1.2017 svohljóðandi: Áverkadauðsföllum meðal barna á Íslandi fækkaði á árunum 1980–2010, sérstaklega meðal drengja.
 
Í greininni var farið víða og við lestur hennar voru bæði jákvæðir punktar og neikvæðir. Þar kom meðal annars fram að 263 börn á aldrinum 0–17 ára hafi látist á þessu 30 ára tímabili og að algengasta dánarorsökin hafi verið höfuð­áverkar sem var yfir 40%. Einnig kom fram að 58,5% banaslysa á þessu 30 ára tímabili áttu sér stað í dreifbýli.
 
Áverkar er aðaldánarorsök barna í heiminum en það jákvæða er að dregið hefur úr algengi áverkadauða. Þetta kemur fram í rannsókn á áverkadauða barna á Íslandi 1980–2010 sem er meistaraverkefni Steinunnar Önnu Eiríksdóttur í lýðheilsuvísindum. Leiðbeinendur voru Þórdís K. Þorsteinsdóttir, Arna Hauksdóttir og Brynjólfur Mogensen. Niðurstöðurnar eru kynntar á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands sem fór fram dagana 3. og 4. janúar 2017.
 
Hvers vegna fleiri slys í dreifbýli?  
 
Í sömu grein kom einnig fram að fleiri hættur geta leynst í sveitum en í þéttbýli og einnig er aðgengi að heilbrigðis- og bráðaþjónustu á þessum landsvæðum lakara en á höfuðborgarsvæðinu, segir Þórdís K. Þorsteinsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ, spurð hvers vegna fleiri slys og dauðsföll eru í dreifbýli. 
 
Það var þetta svar Þórdísar með aðgengi að heilbrigðis- og bráðaþjónustu sem sló mig við lestur greinarinnar, en miðað við staðsetningu sjúkrabíla, lækna og bráðaþjónustustaða er of langt að fara, umferð of mikil og vegir sem ekki anna lengur þeim umferðarþunga sem á þeim eru.
 
Í grein hér í haust var farið yfir neyðaratvik sem átti sér stað við Gullfoss á miklum annatíma þar sem verið var að keyra ferðamenn úr nokkrum skemmtiferðaskipum á fjölmörgum bílum með tilheyrandi umferðarþunga á Suðurlandi. Sjúkrabíllinn komst varla hraðar en á skrúðgönguhraða síðustu 20 km. Hvað hefði gerst ef alvarlegt vinnu- eða umferðarslys, eitt eða fleiri, hefðu orðið við þessa leið milli Selfoss og Gullfoss á sama tíma?
 
Hvað þarf miklar fórnir til að augljós vandamál séu leyst?
 
Það eru allir sammála um ágæti forvarna, en það verða alltaf einhver slys og lágmarkskrafa fólks sem býr í dreifbýli er að fá þjónustu eins og aðrir þegnar landsins. Um 1,8 milljónir ferðamanna komu til landsins á síðasta ári bara í gegnum Keflavíkurflugvöll. 
 
Þyngstu og erfiðustu umferðardagarnir eru þegar stóru skemmtiferðaskipin, bæði norðanlands og sunnan, eru í höfn. Fjöldinn allur af rútum og smærri bílum fylla þá vegina að helstu náttúruperlum landsins og er umferðarþunginn langt yfir getu og burðarþol veganna miðað við upphaflega byggingu þeirra. Það er löngu orðið tímabært að skoða að planta niður sjúkrabílum nær þessum fjölmennustu ferðamannastöðum yfir hásumarið. Eflaust er þá spurt: Hver á að borga? 
 
Þegar talað er um öryggi og heilsu á ekki að spyrja þeirrar spurningar, þetta er sjálfsögð þjónusta og ef spurning er um peninga finnst mér að stór skemmtiferðaskip geti vel borgað einn sjúkrabíl við hverja 1.000 farþega. Allavega vil ég ekki heyra þá sögu sagða að sjúkrabíllinn hafi verið svo seinn á bóndabæinn að sonur bónda blæddi út vegna ferðamanna sem þurftu að skoða Gullfoss og Geysi.   
 
Vonandi eigum við ekki eftir að heyra frétt um að einhverjum hafi blætt út vegna þess að sjúkrabíll hafi verið of seinn á staðinn vegna mikillar umferðar við Gullfoss. 
MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...