Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019
Fréttir 4. mars

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. 
 
Meginástæða minni útflutnings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. 
 
Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður-Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutnings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF).  
 
Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukningu á síðasta ári. Þannig  jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmætaaukningu. 
 
Miklar vonir eru bundnar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjötútflutning og ekki síður um útflutning á sojabaunum og mjöli. Þá voru  tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. 

Skylt efni: bandaríkin

Demantshringurinn formlega opnaður
Fréttir 25. september

Demantshringurinn formlega opnaður

Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Fréttir 25. september

Ferskt íslenskt grænmeti og salat

Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir.  Þeir sem eru með m...

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Fréttir 25. september

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu

Skattafrádráttur vegna skógræktar
Fréttir 25. september

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjus...

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Fréttir 24. september

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Heildarfjöldi umsókna 92 um þrjár stöður skrifstofustjóra í atvinnuvega- nýsköpu...

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur
Fréttir 24. september

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur

Samráðshópur um betri merkingar matvæla hefur skilað tólf tillögum til sjávarútv...

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára
Fréttir 24. september

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára

Á hverju ári taka NMSM samtökin, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ý...

Mótun landbúnaðarstefnu
Fréttir 24. september

Mótun landbúnaðarstefnu

Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrirliggj...