Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sleipnir hestaflutningar er valkostur fyrir þá sem vilja hámarka öryggi í flutningi
Fréttir 7. ágúst 2018

Sleipnir hestaflutningar er valkostur fyrir þá sem vilja hámarka öryggi í flutningi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
 „Viðtökur á þessum fyrstu vikum starfseminnar hafa verið framar vonum og ánægjulegt að finna hversu jákvæðir viðskiptavinir eru gagnvart þjónustunni,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, sem ásamt manni sínum, Sólberg Loga Sigurbergssyni, stofnaði nýverið fyrirtækið Sleipnir hestaflutningar ehf. 
 
Þau búa í Víðinesi 1 í Skagafirði. Sleipnir hestaflutningar býður upp á flutning á hrossum um land allt. Ingibjörg og Sólberg hafa áralanga reynslu af meðhöndlun og umhirðu hrossa og menntun á sviði hestamennsku, Sólberg frá Hvanneyri og Ingibjörg frá Hólum. 
 
Ein til tvær ferðir í viku milli Norður- og Suðurlands
 
„Fólk er smátt og smátt að átta sig á að okkar þjónusta er öðruvísi valkostur fyrir hestaeigendur sem vilja hámarka öryggi sinna hesta meðan á flutningi stendur. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um flutning á stóðhestum, m.a. á landsmót og svo á hryssum sem eru að fara undir stóðhesta. Núna eru svo að hefjast flutningar á hrossum sem eru að fara í eða koma úr hestaferðum,“ segir Ingibjörg.
 
Ingibjörg segir að farnar séu ein til tvær ferðir í viku á milli Norður- og Suðurlands auk ferða um land allt eftir samkomulagi.
 
Við flutninginn er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi.  
 
Öryggi og vellíðan hrossa í fyrirrúmi
 
„Hugmyndin að stofnun þessa fyrirtækis kviknaði í fyrrahaust og við höfum verið að undirbúa þetta síðan þá,“ segir hún. Við flutninginn er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi. Hestarnir eru í einstaklingsrýmum. Milliverk er lokað niður í gólf til að lágmarka slysahættu. Hægt er að opna á milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Fjórar myndavélar eru í vagninum sem tryggja að bílstjóri geti fylgst með öllum hestum meðan á flutningi stendur.

Skylt efni: hestaflutningar

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...