Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sleipnir hestaflutningar er valkostur fyrir þá sem vilja hámarka öryggi í flutningi
Fréttir 7. ágúst 2018

Sleipnir hestaflutningar er valkostur fyrir þá sem vilja hámarka öryggi í flutningi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
 „Viðtökur á þessum fyrstu vikum starfseminnar hafa verið framar vonum og ánægjulegt að finna hversu jákvæðir viðskiptavinir eru gagnvart þjónustunni,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, sem ásamt manni sínum, Sólberg Loga Sigurbergssyni, stofnaði nýverið fyrirtækið Sleipnir hestaflutningar ehf. 
 
Þau búa í Víðinesi 1 í Skagafirði. Sleipnir hestaflutningar býður upp á flutning á hrossum um land allt. Ingibjörg og Sólberg hafa áralanga reynslu af meðhöndlun og umhirðu hrossa og menntun á sviði hestamennsku, Sólberg frá Hvanneyri og Ingibjörg frá Hólum. 
 
Ein til tvær ferðir í viku milli Norður- og Suðurlands
 
„Fólk er smátt og smátt að átta sig á að okkar þjónusta er öðruvísi valkostur fyrir hestaeigendur sem vilja hámarka öryggi sinna hesta meðan á flutningi stendur. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um flutning á stóðhestum, m.a. á landsmót og svo á hryssum sem eru að fara undir stóðhesta. Núna eru svo að hefjast flutningar á hrossum sem eru að fara í eða koma úr hestaferðum,“ segir Ingibjörg.
 
Ingibjörg segir að farnar séu ein til tvær ferðir í viku á milli Norður- og Suðurlands auk ferða um land allt eftir samkomulagi.
 
Við flutninginn er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi.  
 
Öryggi og vellíðan hrossa í fyrirrúmi
 
„Hugmyndin að stofnun þessa fyrirtækis kviknaði í fyrrahaust og við höfum verið að undirbúa þetta síðan þá,“ segir hún. Við flutninginn er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi. Hestarnir eru í einstaklingsrýmum. Milliverk er lokað niður í gólf til að lágmarka slysahættu. Hægt er að opna á milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Fjórar myndavélar eru í vagninum sem tryggja að bílstjóri geti fylgst með öllum hestum meðan á flutningi stendur.

Skylt efni: hestaflutningar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...