Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturfélag Suðurlands greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg
Mynd / smh
Fréttir 22. febrúar 2019

Sláturfélag Suðurlands greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur tilkynnt að það muni greiða 2% viðbót á andvirði afurðainnleggs ársins 2018 til bænda 8. mars næstkomandi. Í heild nemur viðbótin með virðisaukaskatti 40,9 milljónum króna.

Í frétt á vef SS segir að afkoman hafi verið ágæt á síðasta ári. „Í samræmi við stefnu félagsins um að tengja saman ávinning bænda af góðum hag SS er með þessum hætti miðlað hluta af hagnaði félagsins til innleggjenda. SS sýnir í verki samvinnuhugsjónina með þessum hætti og leggur áherslu á mikilvægi þess að bændur beini viðskiptum til félagsins til að styrkja áfram grundvöll fyrir því að félagið geti greitt viðbót á afurðaverð,“ segir í fregninni.

Fjórar afurðastöðvar hafa áður til­kynnt um viðbótargreiðslur fyrir dilkakjöt úr síðustu sláturtíð; Kjöt­afurðastöð Kaupfélags Skag­firðinga (KS), Sláturhús KVH ehf. (SKVH), SAH Afurðir og Sláturfélag Vopnfirðinga.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...