Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sláttur fer fyrr af stað en vant er víðast hvar um landið. Hér má sjá eldri mynd af fallegum, slegnum túnum í Drangshlíðardal í Skógum.
Sláttur fer fyrr af stað en vant er víðast hvar um landið. Hér má sjá eldri mynd af fallegum, slegnum túnum í Drangshlíðardal í Skógum.
Mynd / Pixabay
Fréttir 4. júní 2025

Sláttur mun fyrr en vant er

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sláttur er hafinn á suðvestan- og vestanverðu landinu. Einnig í Skagafirði og styttist í slátt víðar um land. Þetta er óvenjusnemmt.

Laust eftir miðjan maí var sláttur hafinn í Borgarfirði, á NorðurReykjum í Hálsasveit. Segir í Skessuhorni að bændur þar á bæ, þau Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson, hafi oft verið með þeim fyrstu á landinu til að hefja slátt að vori. Þau hafi þó aldrei í sinni búskapartíð hafið slátt svo snemma sem 19. maí.

Ekki er farið að slá tún í Öræfum né í kringum Hornafjörð. Öðru máli gegnir um vestanvert Suðurland.

Slegið var á Syðra-Hóli undir Eyjafjöllum 24. maí. Sagði Konráð Gehringer Haraldsson, bóndi á SyðraHóli, í samtali við Morgunblaðið þetta vera í annað sinn í hans tíð sem heyskapur hæfist í maímánuði, en vanalega væri fyrsti sláttur ekki fyrr en um miðjan júní.

Svo sem kunnugt er eiga bændur undir Eyjafjöllum í óformlegri keppni um hver fyrstur verði til að slá og taldi Konráð sig fyrstan þetta vorið.

Einnig var haft eftir Hauki Marteinssyni, bónda á Kvíabóli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu, að verulega styttist í að sláttur gæti hafist í Þingeyjarsýslum. Staða gróðurs nú væri á við miðjan júní í meðalári.

Sláttur er hafinn í Skagafirði, m.a. á Páfastöðum.

Ekki er farið að slá tún á Austurlandi en tíðin hefur verið góð þar eins og víðar. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði, segir þó að sláttur verði fyrr en venjulega. „Já, það er alveg klárt, ég hef aldrei séð túnin eins og þau eru núna á þessum tíma, en við vorum fegin að fá smá vætu síðustu daga.“ Sömu sögu sögðu bændur á Úthéraði og í Fossárdal á Mið-Austurlandi.

Þá sagði Ari Páll Ögmundsson, bóndi í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi, í samtali við Sunnlenska, að ef ekki snöggkólnaði á næstu dögum byggist hann við að fyrsti sláttur yrði í maí. Vanalega væri sláttur í fyrsta lagi um miðjan júní. Tíðin hefði verið slík í Flóanum að kúnum var hleypt út 18. maí og sé það fyrr en elstu menn muni.

Á Norðurlandi vestra er lambfé víða komið út en ekki fer sögum af slætti enn sem komið er. Gróður er þar þó mikið fyrr á ferðinni en verið hefur og því sýnt að sláttur hefjist óvenjusnemma. Bændur horfa til þess að fara að koma fé á afrétt.

Á Ströndum er sauðburður á seinni sprettinum en talsvert í slátt.

Jón Skúlason, bóndi á Gemlufalli í V-Ísafjarðarsýslu, segir eitt og eitt tún að verða slægt þar um slóðir en þó sé eitthvað í slátt enn.

Skylt efni: heyskapur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...