Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Fréttir 20. október 2015

Slátra hefur þurft milljónum gripa frá 1985 vegna kúariðu í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn 1. október bárust fregnir af því í Bretlandi að greinst hafi kúa­riða (mad cow disease) á bæ einum í Wales. Aðeins eru tvö ár síðan síðasta tilfelli kom upp og frá 1985 hafa drepist um 180.000 nautgripir úr sjúkdómnum og slátra hefur þurft milljónum gripa. 
 
Kúariðan sem greindist í Wales fannst við reglubundna skoðun þar sem dánarorsök allra gripa sem drepast eftir að hafa ná fjögurra ára aldri eru rannsökuð vegna kúariðu.  
 
Heilbrigðisyfirvöld í Wales segja enga hættu á ferðum fyrir almenning þar sem um einangrað tilvik sé að ræða og gripurinn hafi ekki komist inn í matvælakeðjuna. Rebecca Evans, landbúnaðar- og matvælaráðherra Wales, segir að greining á þessu kúariðutilfelli sýni að það varúðarkerfi sem sett hafi verið upp í landinu sé að virka vel.
 
Afbrigði af kúariðunni sem nefnist Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn getur lagst illa á menn og er talinn smitast við neyslu á sýktu kjöti. Nærri 200 manns létust úr þessum sjúkdómi í Bretlandi eftir neyslu á sýktu nautakjöti á árunum 1985 til 1986. Fjöldi tilfella um kúariðu hefur komið upp í landinu síðan sem leitt hefur til þess að þurft hefur að slátra milljónum gripa með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið. 
Engin þekkt lækning er til við sjúkdómnum og er hann í öllum tilvikum banvænn. Lýsir hann sér í minnisleysi, óstöðugleika (riðu), þvoglumæltum málrómi, sjóntruflunum, blindu, skrykkjóttu göngulagi og skertri hreyfigetu.

Skylt efni: kúariða

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...