Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Fréttir 20. október 2015

Slátra hefur þurft milljónum gripa frá 1985 vegna kúariðu í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn 1. október bárust fregnir af því í Bretlandi að greinst hafi kúa­riða (mad cow disease) á bæ einum í Wales. Aðeins eru tvö ár síðan síðasta tilfelli kom upp og frá 1985 hafa drepist um 180.000 nautgripir úr sjúkdómnum og slátra hefur þurft milljónum gripa. 
 
Kúariðan sem greindist í Wales fannst við reglubundna skoðun þar sem dánarorsök allra gripa sem drepast eftir að hafa ná fjögurra ára aldri eru rannsökuð vegna kúariðu.  
 
Heilbrigðisyfirvöld í Wales segja enga hættu á ferðum fyrir almenning þar sem um einangrað tilvik sé að ræða og gripurinn hafi ekki komist inn í matvælakeðjuna. Rebecca Evans, landbúnaðar- og matvælaráðherra Wales, segir að greining á þessu kúariðutilfelli sýni að það varúðarkerfi sem sett hafi verið upp í landinu sé að virka vel.
 
Afbrigði af kúariðunni sem nefnist Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn getur lagst illa á menn og er talinn smitast við neyslu á sýktu kjöti. Nærri 200 manns létust úr þessum sjúkdómi í Bretlandi eftir neyslu á sýktu nautakjöti á árunum 1985 til 1986. Fjöldi tilfella um kúariðu hefur komið upp í landinu síðan sem leitt hefur til þess að þurft hefur að slátra milljónum gripa með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið. 
Engin þekkt lækning er til við sjúkdómnum og er hann í öllum tilvikum banvænn. Lýsir hann sér í minnisleysi, óstöðugleika (riðu), þvoglumæltum málrómi, sjóntruflunum, blindu, skrykkjóttu göngulagi og skertri hreyfigetu.

Skylt efni: kúariða

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...