Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Fréttir 20. október 2015

Slátra hefur þurft milljónum gripa frá 1985 vegna kúariðu í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn 1. október bárust fregnir af því í Bretlandi að greinst hafi kúa­riða (mad cow disease) á bæ einum í Wales. Aðeins eru tvö ár síðan síðasta tilfelli kom upp og frá 1985 hafa drepist um 180.000 nautgripir úr sjúkdómnum og slátra hefur þurft milljónum gripa. 
 
Kúariðan sem greindist í Wales fannst við reglubundna skoðun þar sem dánarorsök allra gripa sem drepast eftir að hafa ná fjögurra ára aldri eru rannsökuð vegna kúariðu.  
 
Heilbrigðisyfirvöld í Wales segja enga hættu á ferðum fyrir almenning þar sem um einangrað tilvik sé að ræða og gripurinn hafi ekki komist inn í matvælakeðjuna. Rebecca Evans, landbúnaðar- og matvælaráðherra Wales, segir að greining á þessu kúariðutilfelli sýni að það varúðarkerfi sem sett hafi verið upp í landinu sé að virka vel.
 
Afbrigði af kúariðunni sem nefnist Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn getur lagst illa á menn og er talinn smitast við neyslu á sýktu kjöti. Nærri 200 manns létust úr þessum sjúkdómi í Bretlandi eftir neyslu á sýktu nautakjöti á árunum 1985 til 1986. Fjöldi tilfella um kúariðu hefur komið upp í landinu síðan sem leitt hefur til þess að þurft hefur að slátra milljónum gripa með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið. 
Engin þekkt lækning er til við sjúkdómnum og er hann í öllum tilvikum banvænn. Lýsir hann sér í minnisleysi, óstöðugleika (riðu), þvoglumæltum málrómi, sjóntruflunum, blindu, skrykkjóttu göngulagi og skertri hreyfigetu.

Skylt efni: kúariða

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...