Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 11. október 2017

Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Eins og áður hefur komið fram er nú í fyrsta skipti gerð sú krafa að bændur skili skýrsluhaldi í jarðrækt til að fá jarðræktarstyrki. Þá er það einnig nýtt fyrir bændum að greiddir eru styrkir vegna þeirra túna sem eru uppskorin. Í stuttu máli sagt þurfa bændur að skrá eða fá RML til að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru í Jörð.is og skila skýrsluhaldinu í kjölfarið. Þá fyrst geta þeir sótt um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í Bændatorginu.
 
Umsóknarfrestur um jarðræktar­styrki og landgreiðslur er 20. október samkvæmt reglugerð og því þurfa bændur að hafa skilað skýrsluhaldi í jarðrækt fyrir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að allar spildur þurfa að vera hnitsettar til að komast á jarðræktarskýrslu.
 
RML tekur að sér að skrá skýrsluhaldið fyrir þá sem þess óska og aðstoða við þá skráningu eftir því sem þarf. Innheimt er fyrir þá þjónustu samkvæmt tímaskráningu og gildandi gjaldskrá. Þeir sem óska eftir þjónustu RML í þessum efnum ættu að huga að því fyrr en seinna svo raunhæft verði að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur innan tilsetts tíma.
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...