Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 11. október 2017

Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Eins og áður hefur komið fram er nú í fyrsta skipti gerð sú krafa að bændur skili skýrsluhaldi í jarðrækt til að fá jarðræktarstyrki. Þá er það einnig nýtt fyrir bændum að greiddir eru styrkir vegna þeirra túna sem eru uppskorin. Í stuttu máli sagt þurfa bændur að skrá eða fá RML til að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru í Jörð.is og skila skýrsluhaldinu í kjölfarið. Þá fyrst geta þeir sótt um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í Bændatorginu.
 
Umsóknarfrestur um jarðræktar­styrki og landgreiðslur er 20. október samkvæmt reglugerð og því þurfa bændur að hafa skilað skýrsluhaldi í jarðrækt fyrir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að allar spildur þurfa að vera hnitsettar til að komast á jarðræktarskýrslu.
 
RML tekur að sér að skrá skýrsluhaldið fyrir þá sem þess óska og aðstoða við þá skráningu eftir því sem þarf. Innheimt er fyrir þá þjónustu samkvæmt tímaskráningu og gildandi gjaldskrá. Þeir sem óska eftir þjónustu RML í þessum efnum ættu að huga að því fyrr en seinna svo raunhæft verði að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur innan tilsetts tíma.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...