Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skrifstofa matvæla og landbúnaðar sameinuð alþjóðasviði atvinnuvegaráðuneytis
Mynd / TB
Fréttir 27. september 2018

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar sameinuð alþjóðasviði atvinnuvegaráðuneytis

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hætt við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Sameina á skrifstofuna, sem er ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Á þriðja tug manns sótti um starfið í sumar en matsnefnd hefur verið að störfum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins var búið að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd búin að skila ráðherra greinargerð.

Í bréfi til umsækjenda, sem dagsett er í dag 27. september, segir að eftir að ráðningarferlið hófst hafi skipulagsbreytingar verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Markmiðið sé að „efla stjórnun og samhæfingu, jafna álag og bæta nýtingu starfsfólks,“ eins og segir í bréfinu.

Þar kemur einnig fram: „Ákveðið hefur verið að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar og skrifstofu alþjóðamála undir skrifstofustjóra þeirrar síðarnefndu. Jafnframt hefur verið ákveðið að ráðast í vinnu við frekari skipulagsbreytingar á næstunni.“

Verður landbúnaðinum komið fyrir í skúffu á alþjóðasviði ráðuneytisins?

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þetta séu veruleg vonbrigði og hann hafi miklar áhyggjur af stöðu mála í ráðuneytinu. „Nú nýlega hættu tveir reynslumiklir starfsmenn ráðuneytisins á sviði landbúnaðar og það er alveg ljóst að stjórnsýsla landbúnaðarmála stendur veikari á eftir. Við finnum það sem erum í reglulegum samskiptum við ráðuneytið að þar eru alltof fáir starfsmenn. Það er slæmt fyrir hagsmuni landbúnaðarins.“ Aðspurður um sameiningu skrifstofu matvæla og landbúnaðar við skrifstofu alþjóðamála segir Sindri það hljóma undarlega og að ráðherra verði að tala skýrar um framtíðarhlutverk og fyrirkomulag í ráðuneytinu. „Það sýnir kannski forgangsröðun ríkisstjórnarinnar að hún vill koma landbúnaðinum fyrir í skúffu á alþjóðasviði sjálfs atvinnuvegaráðuneytisins.“

Alls sóttu 26 manns um starfið en sérstök hæfnisnefnd mat hæfni umsækjenda og skilaði greinargerð til ráðherra nú nýlega. Eft­ir­far­andi ein­stak­ling­ar sendu inn um­sókn á sínum tíma:

  • Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri
  • Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri
  • Arnór Snæbjörnsson, sérfræðingur
  • Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur
  • Benedikt S. Benediktsson, sérfræðingur
  • Bjarni Ragnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri
  • Elvar Árni Lund, framkvæmdastjóri
  • Erna Bjarnadóttir, sérfræðingur
  • Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri
  • Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri
  • Gústaf Adolf Skúlason, ráðgjafi
  • Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri
  • Jón Óskar Pétursson, sérfræðingur
  • Jóna Sólveig Elínardóttir, rannsóknamaður og verkefnisstjóri
  • Kjartan Hreinsson, sérfræðingur
  • Margrét Katrín Guðnadóttir, verslunarstjóri
  • Maríanna H. Helgadóttir, formaður
  • Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir, sérfræðingur
  • Sigríður Hjaltadóttir, rekstrarstjóri
  • Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðgjafi
  • Skúli Þórðarson, MPA opinber stjórnsýsla
  • Steinunn Grétarsdóttir, deildarstjóri
  • Unnar Hermannsson, sérfræðingur
  • Zita Rézné Zádori, íþróttakennari
  • Þórdís Anna Gylfadóttir, verkefna- og viðburðastjóri

Bændablaðið leitaði nánari upplýsinga hjá ráðuneytinu en hvorki náðist í ráðherra né ráðuneytisstjóra vegna málsins.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...