Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru
Fréttir 14. mars 2018

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Litháski landlistamaðurinn og aðgerðarsinninn Ernest Zacharevic mundaði fyrir skömmu keðjusög og felldi 1.100 olíupálma á olíupálmaakri á eyjunni Súmötru. Eftirstandandi pálmar mynduðu alþjóðlega hjálparkallið SOS í landslaginu.

Akurinn er í eigu umhverfis­samtaka sem leggja áherslu á verndum órangútan-apa á eyjunni og er skriftinni í skóginum ætlað að vekja athygli á fellingu náttúrulegra skóga og eyðingu búsvæða órangúta.

Ákall um hjálp

Hver stafur samanstendur af mörgum trjám og saman eru þeir hálfur kílómetri að lengd og því aðeins sýnilegir úr lofti af fuglum og farþegum í flugvélum og því eins og ákall af jörðu niðri um hjálp.

Eyðing náttúrulegra skóga og eyðilegging búsvæða villtra dýra vegna ræktunar olíupálma er með því allra mesta sem gerist í heiminum.

Ódýrasta matarolían á markaði

Olíuna er að finna í fjölda vöruflokka og ekki síst í matvælum. Markaðshlutdeild pálmaolíu er 56% af allri verslun á jurtaolíu í heiminum. Pálmaolía er ódýrasta jurtaolían á markaðinum og að finna í einni af hverjum sex tilbúnum matvörum sem framleiddar eru. Hana er meðal annars að finna í súkkulaði, kexi, laufabrauði, rískökum, flögum, pitsudeigi, kökum, frosnu grænmeti, hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni, þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og barnamat. Auk þess sem pálmaolía er notuð í sleipiefni, sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur, eins og tannkrem, varasalva, varalit og í framleiðslu á lífdísil. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...