Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Athygli vekur hversu víða virðist vanta yfirsýn yfir stöðu áætlanagerðar, gerð svæðisáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs.
Athygli vekur hversu víða virðist vanta yfirsýn yfir stöðu áætlanagerðar, gerð svæðisáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs.
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi nýlega könnun á ýmsum þáttum tengdum tveimur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar heimsmarkmið 12, er fjallar um neyslu og úrgang og hins vegar markmið 13 um loftslagsmál.

Heilt yfir má lesa út úr niðurstöðum könnunarinnar að sveitarstjórnir vilja gera vel í úrgangs- og loftslagsmálum og hafa gert það. Þar er þó ekki öll sagan sögð því í ljós kom að víða skortir á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum.

Ályktanir út frá niðurstöðum

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að svo virðist hins vegar að í sumum tilfellum vanti meiri yfirsýn, stuðning og fræðslu um þá ábyrgð sem á sveitarfélögum hvílir og þekkingu um þær bjargir sem til staðar eru til að ná markmiðum og uppfylla lagakröfur.

Athygli vekur hversu víða virðist vanta yfirsýn yfir stöðu áætlanagerðar, gerð svæðisáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs og brunavarnaráætlana. Báðar þessar áætlanir er skylt að vinna samkvæmt lögum og eiga þær að liggja til grundvallar í allri vinnu í málaflokkunum. Miklar brotalamir eru á að þessar áætlanir séu gerðar og uppfærðar og leiðir könnunin í ljós ákveðið ofmat meðal svarenda varðandi það að þessar áætlanir séu til og í gildi.

Framkvæmd

Könnunin stóð yfir frá 22. september til 21. október síðastliðinn og var send til allra sveitarfélaga, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og tengiliða Samstarfsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Óskað var eftir einu svari við könnuninni frá hverju sveitarfélagi og þá helst frá þeim fulltrúa sveitarfélagsins sem þekkir best til viðkomandi málaflokka. Alls svöruðu 48 sveitarfélög og var svarhlutfallið því um 70%.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...