Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Fréttir 5. janúar 2018

Skordýrabrauð á borðum Finna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrirtækið Fazer, sem flestir tengja við sælgætisframleiðslu, hefur nú sett á markað fyrsta skordýrabrauð í heiminum í matvöruverslanir í Finnlandi. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur en frá og með 1. nóvember var leyfilegt að selja skordýr í matvælum í Finnlandi. 
 
Neytendur hafa tekið nýju vörunni vel enda er um næringarríkt brauð að ræða, það er prótínríkt og skordýrin innihalda góðar fitusýrur, kalsíum, járn og B12-vítamín. Fyrir hafði Fazer sett brauð á markað með rótargrænmeti í sem gaf góða raun. Fyrirtækið hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla eftir að skordýrabrauðið kom á markað og vonast forsvarsmenn þess til að geta komið því til fleiri landa. 
  • Krybbur eru dreifðar um heim allan á milli 55. breiddargráðanna. Fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum. 
  • Alls eru þekktar yfir 900 tegundir af krybbum. Í Evrópu eru um 80 tegundir í 28 ættkvíslum.
  • Krybbur eru allt að 5 sentímetra langar. 
  • Bolurinn er að mestu sívalur, höfuð kúlulaga, og afar langir fínir fálmarar.
  • Margar tegundir eru ófleygar. Afturfætur eru stórir sterkir stökkfætur með sérstaklega þykka lærliði og langliði alsetta sterkum göddum. (Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands).
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...