Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 13. október 2023

Skordýr sem fóðurhráefni fyrir dýr

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenskt lið tók á dögunum í fyrsta sinn þátt í evrópskri nýsköpunarkeppni fyrir nemendur á sviði lífvísinda.

Um er að ræða hina evrópsku BISC-E-samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda sem haldin var fyrr í mánuðinum og sendi Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) lið í keppnina.

BISC-E stendur fyrir Bio-Based Innovation Student Challenge Europe og er nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru að vinna með líffræðitengdar lausnir. Þetta árið sendu 15 lönd nemendur til keppninnar og þar keppti Ísland í fyrsta sinn.

Önnur lönd sem tóku þátt voru Írland, Frakkland, Þýskaland, Króatía, Tékkland, Grikkland, Belgía, Litáen, Ítalía, Lettland, Búlgaría, Slóvenía, Portúgal og Pólland, segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Mjölormar og hermannaflugulirfur

Fyrst fóru fram keppnir innanlands milli nemendahópa, þar sem eitt lið frá hverju landi komst áfram í evrópsku samkeppnina. Að þessu sinni vann Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, íslensku keppnina ásamt liðsfélögum sínum, Siv Lene Gangenes Skar, doktorsnema í ylrækt við LbhÍ, og Karli Ólafssyni, BSc-nema í verkfræði við Háskóla Íslands, með verkefnið skordýr sem fóður og fæði.

Verkefnið snýst um að framleiða mjölorma og svartar hermannaflugulirfur með notkun á grænni orku og mismunandi fóðri, þar á meðal brauðafgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum og nýta skordýrin sem fóðurhráefni fyrir dýr.

Markmið verkefnisins er að stuðla að minni matarsóun og þar með minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hefta útbreiðslu Alaskalúpínu á Íslandi og þar með auka líffjölbreytni, og enn fremur auka matvælaöryggi í Evrópu.

Lirfur voru fóðraðar á til dæmis brauð- afgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum.
Hvetja til þátttöku í BISC-E

Þeim nemendum sem komust áfram frá hverju landi var boðið að taka þátt í námskeiði þar sem farið var yfir hvernig kynna á nýsköpun fyrir fjárfestum, hvernig á að vekja áhuga þeirra og sannfæra um fýsileika fjárfestingar í viðkomandi verkefni.

Dómnefnd valdi 5 lið til þess að halda áfram keppni 28. september. Því miður komst Ísland ekki áfram í 5-liða úrslitin að þessu sinni.

Rúna og lið hennar voru afar ánægð með þátttökuna og reynsluna og hvetja háskólanemendur til þátttöku í BISC-E 2024. Opið er fyrir skráningar liða til loka október 2023.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.bisc-e.eu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...